fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og fyrirlesari er duglegur að veita ráð um allt sem við kemur fjármálum, bæði með greinaskrifum sínum og á miðlum sínum.

Björn Berg Gunnarsson.

Á Instagram birti hann nýlega ráð um fjárhagslegt öryggi á ferðalögum og peninga á ferðalögum.

Til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalögum:

  1. Fáðu að vita heildarverðið fyrirfram, til dæmis áður en stigið er upp í leigubíl.
  2. Kynntu þér algengustu svik, svindl og glæpi á áfangastaðnum.
  3. Fylgstu með færslum á kortinu og læstu því ef eitthvað virðist bogið á yfirlitinu.
  4. Varaðu þig á ókeypis þráðlausu neti. Það getur opnað leið fyrir glæpamenn.
  5. Láttu nágranna vita að þú sért á leið út og hugaðu að öryggi heimilisins svo þú getir notið frísins áhyggjulaus.

Þegar kemur að notkun peninga á ferðalögum segir Björn nauðsynlegt að hafa þetta í huga:

  1. Þegar beðið er að velja um gjaldmiðil á posa skaltu ekki velja krónuna heldur gjaldmiðil þess lands. 
  2. Farðu helst í hraðbanka inn í eða utan á útibúi stóra banka. Frekar en að nota hraðbankavélar hér og þar.
  3. Berðu saman kostnað og gengi sem þú færð á greiðslukorti. Sum kort henta betur á ferðalögum en önnur.
  4. Það getur verið öruggara að greiða með símanum eða úri en að nota kortin sjálfur.
  5. Með því að nota reiðufé frekar en kort og prútta gætir þú haldið aftur af neyslu og sparað.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Björn Berg Gunnarsson (@bjornbergg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?