fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2024 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Derek Hough og Hayley Erbert Hough eru stödd á Íslandi.

,,Hvar er Hailey þessa dagana, Við sjáum hana aldrei?“ Tók mig smá tíma, en ég fann hana. Eigum við að gera stutt myndbönd á ferðinni? Eða eitt myndband í lokin á þessu ævintýri?

Spyr Derek 3,4 milljón fylgjendur sína á Instagram og birtir myndband frá Reykjavík, þar sem sjá má hjónin taka sporið við Hallgrímskirkju.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Derek Hough (@derekhough)

Hjónin kynntust við tökur á þáttunum Dancing With The Stars árið 2015 og giftu sig í ágúst í fyrra. Undir lok árs var Hailey flutt með hraði á sjúkrahús eftir að hafa misst allan mátt á sviði í Washington. Eftir fjölda rannsókna kom í ljós að hún var með heilablæðingu og gekkst hún undir bráðaaðgerð þar sem hluti af höfuðkúpubeini hennar var fjarlægður til að létta á þrýstingi á heila. Derek sagði aðgerðina hafa gengið vel en ljóst væri að það væri langur batavegur fram undan.

Derek er dansari, danshöfundur, leikari og söngvari. Árin 2007-2016 dansaði hann sem atvinnudansari í Dancing with the Stars og á met í vinningi þar ásamt stjörnumeðdönsurum sínum. Árið 2020 kom hann inn sem dómari í þáttunum. Hann hefur hlotið 14 tilnefningar til Emmy verðlauna og unnið sex sinnum. Derek hefur komið margoft fram á sviði, í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum.

Líkt og eiginmaðurinn þá hefur Hayley dansað frá barnsaldri. Í menntaskóla komst hún í þriðja sæti í þáttunum So You Think You Can Dance. Hún hefur komið fram í fjölda þátta og kvikmynda og meðal annars dansað með stjörnum eins og Paula Abdul, Pitbull og Carrie Underwood. Hún dansaði með Derek og systur hans, Julianne, í tveimur danssýninum þeirra árin 2014 og 2015, auk þess að vera hluti af hópnum í Dancing with the Stars: Live! sýningunum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Derek Hough (@derekhough)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Í gær

Grunlaus um endalok beðmálanna

Grunlaus um endalok beðmálanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina