fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian

Fókus
Föstudaginn 19. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabarn Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, Arabella, hélt upp á 13 ára amæli sitt í vikunni, en hún er dóttir Ivönku Trump, sem er dóttir Donalds og fyrri eiginkonu hans Ivana, og Jared Kushner.

Ivanka birti færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hún óskaði dótturinni til hamingju með afmælið og birti fjölda mynda, meðal annars af afmæliskökunni. Kakan var hvít með blóðrauðu kremi, kertum sem mynda töluna 13 og setningunni ,,Boys only want love if its torture,“ eða Strákar vilja aðeins ást ef hún er þjáning. Textinn er úr lagi Taylor Swift, Blank Space.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ivanka Trump (@ivankatrump)

Ivanka sagði kökuna, sem minnir einnig í útliti á kökuna í tónlistarmyndbandi lagsins frá 2014,  „bestu kökuna fyrir hennar uppáhalds Swiftie.“

Aðdáendur Taylor Swift kallar sig Swifties og Ivanka er ein af þeim og dóttirin greinilega líka. Það væri nú allt gott og blessað, nema þegar litið er til þess að ein besta vinkona Ivönku er Kim Kardashian, en lengi hefur andað köldu milli hennar og Swift.

Kim brást þó við færslunni með því að líka við hana og skrifa „Til hamingju með daginn Arabella.“ Sem féll ekki í kramið hjá aðdáendum Swift sem létu fingur þjóta um lyklaborðið og hraunuðu yfir Kim í athugasemdum með tilvísunum í „thanK you aIMee“, annað lag úr smiðju Swift.

Af því hver rífst ekki undir afmælisfærslu fyrir 13 ára gamalt barn?

Swift gaf út thanK you aIMee út í apríl, en það er á nýjustu plötu hennar The Tortured Poets Department. Þó það sé ekki sagt hreint út þá er ljóst að texta lagsins er beint að Kim. Nafn hennar er í hástöfum í heiti lagsins, og í textanum er sungið um gylltan, brúnkuspreyjaðan eineltishrotta. „Móðir mín … var vön að segja að hún vildi að þú værir dáinn.“

Kim hefur ekki tjáð sig um nýja lagið. Rígurinn milli þeirra hófst árið 2016 þegar Kim tók málstað þáverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna Famous textahneykslis hans. Hélt hún því fram að Swift hafi gefið samþykki fyrir því að West rappaði um hana í laginu. Í laginu rappar hann: „I feel like me and Taylor might still have sex. Why? I made that bitch famous (Goddamn).“

Kim sagði að Swift hefði síðan ekkert viljað kannast við það samþykki og kallaði Kim hana snák. Í kjölfarið birti Kim upptöku af símtali milli Taylor og Kanye þar sem söngkonan virtist gefa textanum blessun sína.  

Aðdáendur Kim hertóku athugasemdakerfi við færslur Swift á samfélagsmiðlum með snáka-emojum. Swift sneri vörn í sókn og notaði kóbraslöngu sem ímynd næstu plötu sinnar og tónleikaferðar, Reputation.

„Ég get ekki sagt þér hversu erfitt ég átti með að fara ekki að hlæja í hvert sinn sem 63 feta uppblásni kóbrainn minn að nafni Karyn birtist á sviðinu fyrir framan 60.000 öskrandi aðdáendur,“ sagði hún við Elle árið 2019. 

Fjórum árum síðar lak upptaka af símtalinu í heild sinni á netið sem staðfesti frásögn Taylor og sýndi að Kim hafi átt við upptökuna.

Sjá einnig: Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Tímaritið Time valdi Swift manneskju ársins árið 2023 og í viðtali í blaðinu af því tilefni sagðist hún sjá „engan tilgang í því að reyna sigrast á óvinum sínum“ vegna þess að „ruslið tekur sig sjálft út í hvert einasta skipti“.

Mögulega eru það samt frekar aðdáendur Swift sem vilja ekki grafa stríðsöxina fyrir sína konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðra minningu látins vinar með ábreiðu

Heiðra minningu látins vinar með ábreiðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur