fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Bomba úr herbúðum Bennifer – Er úti um ástarævintýrið?

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónaband Jennifer Lopez og Ben Affleck er að sigla í strand. Stjörnurnar búa ekki lengur saman og mun skilnaður vera á teikniborðinu. Frá þessu greinir Daily Mail og vísar til heimilda úr herbúðum hjónanna.

Undanfarna vikur hafa sögur gengið meinta hjónabandserfiðleika söngkonunnar og leikstjórans eftir að því var veitt eftirtekt að þau sáust ekki lengur saman opinberlega. Í kjölfarið reyndu hjónin að kveða sögurnar niður með því að fara saman í útréttingar en þá fengu fjölmiðlar sérfræðinga í líkamstjáningu til að greina myndir sem náðust af þessum samverustundum. Sérfræðingarnir töldu ljóst að kalt sé á milli þeirra og að þau væru að þykjast fyrir myndavélarnar.

Nú er því haldið fram að þó hjónin séu ekki skilin að borði og sæng þá séu þau samt búin að slíta samvistum. Þau séu nú að leita sér að sitt hvoru heimilinu. Heimildarmaður sagði við miðilinn ET:

„Jen og Ben eru búin að slíta samvistum en hafa ekki formlega sótt um skilnað að borði og sæng. Sem stendur eru þau bara að lifa sitt hvoru lífinu. Þau voru svo bjartsýn þegar þau byrjuðu aftur saman og töldu að þetta skiptið yrði öðruvísi, en raunin varð þó önnur. Ben er hryggur yfir þessu en er nú að einbeita sér að vinnu sinni, reynir að vera börnum sínum góður faðir og ná að stilla saman strengi við barnsmóður sína, Jennifer Garner. Hann hefur hallað sér að Matt Damon og nánum vinum. Matt er alltaf í liði með Ben og styður hann í gegnum allt.“

Heimildarmaður sagði við TMZ að hjónin séu að selja húsið sitt í Beverly Hills. Þau vilja fá gott verð fyrir fasteignina þar sem þau hafi gert á henni miklar endurbætur. Því mun taka tíma að finna kaupanda sem er til í að borga uppsett verð.

Hjónin giftu sig óvænt í Las Vegas í júlí árið 2022. Þau hafa því verið gift í tæp tvö ár. Nýlega hætti Jennifer við tónleikaferðalag sitt og vísaði til þess að hún þyrfti að taka sér frí til að huga að börnum sínum, fjölskyldu og vinum. Margir töldu þetta vísbendingu um að hún stæði í skilnaði, en aðrir bentu þó á að líklega hafi söngkonan ákveðið að hætta við þar sem miðasala hafði ekki gengið eins og vonir stóðu til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi