Svona hefst bréf konu til sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
Konan hefur verið með kærastanum í tvö ár, hann er 29 ára og hún er 27 ára.
„Ég er einkabarn. Mamma varð ólétt eftir einnar nætur gaman. Ég hef aldrei vitað hver pabbi minn er en mamma sagðist „elska mig tvöfalt“ þannig ég þyrfti ekki pabba. Ég hef alltaf verið náin afa mínum og það var nóg fyrir mig.“
Parið kynntist fyrir tveimur árum. „Ég var á djamminu þegar við hittumst fyrst og við stunduðum kynlíf sama kvöld. Ég hélt að það yrði ekkert meira en hann hringdi næsta dag og sagðist vilja hitta mig aftur. Við byrjuðum að deita og fluttum saman inn eftir átta mánuði.“
Allt lék í lyndi þar til í fyrra þegar bróðir kærasta hennar gaf honum DNA próf. Það var bara skemmtilegt þannig þegar hún átti afmæli fékk hún DNA próf í gjöf frá kærastanum.
„Ég var full efasemda og kvíða því ég vissi að faðir minn væri einhvers staðar þarna úti og ég ætti hugsanlega einhver systkini. Þú getur ímyndað þér hryllinginn sem ég upplifði þegar ég komst að því að kærastinn minn er hálfbróðir minn.
Ég hef hitt pabba „hans“ einu sinni. Hann og móðir hans eru skilin og hann er nú giftur annarri konu og býr á Spáni, mjög fínn náungi.
Við erum miður okkar yfir þessum fréttum og vitum ekki hvað við eigum að gera við þessar upplýsingar.
Getum við haldið áfram eins og ekkert sé? Og hvað ef við viljum eignast barn einn daginn?“
„Það væri gott að byrja á því að staðfesta niðurstöðurnar með öðru DNA prófi.
Fólk er eðlilega forvitið um uppruna sinn en því miður eru margir ekki nægilega vel undirbúnir andlega fyrir niðurstöðurnar.
Ef prófið er rétt og þið eruð hálfsystkini þá verðið þið að hætta saman, þetta er sifjaspell.
Ég veit að þú ert miður þín en þið þurfið að slíta sambandinu. Það sem laðaði ykkur að hvort öðru voru líklegast fjölskyldueiginleikar sem þið deilið, betur þekkt sem erfðafræðilegt kynferðislegt aðdráttaafl eða „genetic sexual attraction.“
Talaðu við ráðgjafa um þetta.“