fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Hugi lagði til ríkisstyrktar vændiskonur fyrir karlmenn sem hyggjast nauðga

Fókus
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 10:30

Hugi Halldórsson. Mynd: Skjáskot / vb.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins 70 mínútur ræða Hugi Halldórsson og Sigmar Vilhjálmsson einu sinni sem oftar um ýmis mál. Meðal þeirra eru kynferðisbrot og nauðgunarmál sem var í fréttum nýlega. Varpaði Hugi fram þeirri hugmynd að íslenska ríkið myndi niðurgreiða þjónustu vændiskvenna fyrir þá karlmenn sem hefðu það í hyggju að nauðga konu, til að stemma stigu við nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum.

Kveikjan að þessu umræðuefni í þættinum er mál sem nýlega var í fréttum um að maður hefði verið sýknaður af ákæru fyrir nauðgun með því að hafa troðið lim sínum upp í munn konu þrátt fyrir að DNA úr henni hefði fundist á limnum. Maðurinn var sakaður um að hafa gert þetta á salerni á stað þar sem stóð yfir árshátíð þar sem hann og konan voru bæði viðstödd. Hugi á bágt með að skilja þankagang umrædds manns:

„Hver er bara að labba á klósettið og samstarfskona konunnar þinnar by the way situr þar fyrir utan kannski pínu út úr heiminum og þú setur bara typpið á þér upp í munninn á henni. Hvernig þá? Hvernig atvikast það?“

„Ég hef aldrei verið neins staðar labbandi og hugsað með mér: nei þarna situr skvís. Jæja, þá bara girði ég niður um mig og set bara typpið á mér upp í hana. Hvernig færðu þessa hugmynd? Nennirðu bara að logga þig út úr þjóðfélaginu með því að fá þessa hugmynd.“

Ríkisstyrkt fyrir væntanlega nauðgara

Sigmar svaraði því til að það væri undarlegt að Hugi væri að leita svara við þessum spurningum hjá honum því hann hefði sannarlega ekki svör við þeim. Þá varpaði Hugi fram hugmynd sinni um hvernig mögulegt væri að sporna við nauðgunum:

„Veistu hvað þarf að vera? Nú ætla ég að koma með hugmynd. Ég ætlaði að segja góða hugmynd af því engin hugmynd er slæm hugmynd nema einhver komi með betri hugmynd. Þetta hef ég sagt í tugi ára. Hotline (símalína innsk. DV) fyrir svona gæja sem eru bara í einhverju rugli og þetta er bara ríkisstyrkt. Þeir eru eitthvað svona að pæla í að nauðga. Í einhverju bríaríi að labba inn á klósett og hugsa með sér: Heyrðu ég gæti nú bara stungið typpinu á mér upp í munninn á henni. Heyrðu nei, ég ætla að sleppa því. Af því þú getur hringt í hotline og það kemur bara gleðikona með fjörtíu eða fimmtíu prósent afslætti. Það er bara niðurgreitt af ríkinu.“

Sigmari leist ekkert sérstaklega vel á þessa hugmynd:

„Hugi, þetta er hræðileg hugmynd.“

Hugi svaraði því til að sá sem hefði nauðgun í hyggju hlyti að vera afskaplega graður. Sigmar vildi því næst slá þetta umræðuefni út af borðinum en segist minnast þess að hafa lesið að nauðgarar þekktu oftar en ekki til þolenda. Sigmar segist telja að flestir sem gerist sekir um nauðgun taki skyndiákvörðun um að fremja hana:

„Í einhverri stjórnlausri girnd og geðveiki sem þú gerir svona hluti en nú skulum við hætta að ræða eins og við séum með þetta á hreinu. Því þetta er mjög viðkvæmt mál.“

Hugi tók undir að þeir væru sannarlega ekki með þessi mál á hreinu:

„Ég trúi því ekki bara að við séum á þessum stað. Ég hélt að þetta væri bara orðið í minnihluta en nei, nei þetta er bara einhvern veginn same same.“

Þáttinn í heild sinni má hlýða á hér fyrir neðan en umræðan sem leiðir af sér hina umdeildu hugmynd hefst þegar um 18 mínútur eru liðnar af þættinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm