fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Urðu afi og amma sama daginn í tveimur heimsálfum – „Okkur fannst þetta æðislegt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 12:00

Þórhallur og Rosa eiga mikið ríkidæmi. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Steingrímsson og kona hans Rosa Maria Gomes Rodrigues urðu svo lánsöm að verða afi og amma tveggja barnabarna í sitthvorri heimsálfunni í gær. Annað barnið fæddist í Brasilíu og hitt í Danmörku.

„Okkur fannst þetta æðislegt,“ segir Þórhallur. „Það gekk allt vel.“

Þórhallur og Rosa eru búsett á Íslandi sem stendur en hyggjast flytja til borgarinnar Rio í Brasilíu í júní næstkomandi, þaðan sem hún er.

Þau eru rík af börnum. Eiga þrjá íslenska stráka og tvo brasilíska. Fyrir daginn í gær áttu þau svo samtals þrjú barnabörn. Þórhallur segist mikill Liverpool aðdáandi og hefur innrætt barnabörn sín af miklum móð.

Sonur Steingríms og Andreu sem fæddist í Danmörku í gær. Mynd/aðsend

Einn hinna íslensku sona, Steingrímur Karl, eignaðist son með konu sinni Andreu í Danmörku. Sama dag eignuðust Tiago og Roberta dóttur í Brasilíu. Báðar mæður voru gegnar fram yfir. Roberta var sett þann 10. janúar og  Andrea þann 14. janúar.

Þórhallur og Rosa höfðu verið í heimsókn í Danmörku um jólin og ræddu þá þann möguleika að börnin myndu fæðast á sama tíma. „Við hugsuðum það um daginn að það væri nú gaman ef börnin kæmu sama daginn,“ segir Þórhallur.

Ógnaröfl náttúrunnar

Eins og áður segir þá stendur til að Þórhallur og Rosa flytjist til Brasilíu í sumar. Þórhallur bendir á að bæði Ísland og Brasilía eigi það sameiginlegt að vera að kljást við ógnaröfl náttúrunnar um þessar mundir. Hér séu jarðhræringar í Grindavík en í Rio mikil flóð þar sem flætt hefur inn í hús og gert þúsundir heimilislausa.

„Þetta fólk fær ekkert frá ríkinu,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“