fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Fluttu milli heimsálfa til að bjarga pósthúsi

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 30. september 2023 17:00

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Mary og Barry Ford fluttu nýlega frá Flórída í Bandaríkjunum til Skotlands þar sem þau munu stýra pósthúsinu í þorpinu Sanquhar en það er 311 ára gamalt og mun vera elsta starfandi pósthúsið í heiminum.

Húsið sem hýsir pósthúsið var auglýst til sölu 2019 og þá óttuðust ýmsir að starfsemin myndi leggjast af en hjónin keyptu húsið og hyggjast reka pósthúsið áfram.

Hjónin eru þó ekki bandarísk að uppruna heldur bresk en höfðu búið í Flórída síðustu 20 ár. Þar rak Barry fyrirtæki sem sérhæfði sig í þrifum á flugvélum en hann og Mary höfðu stefnt á að flytja aftur til Bretlands til að sjá um mæður sínar sem báðar voru orðnar heilsuveilar.

Þau leituðu að fyrirtæki sem þau gætu keypt og rekið. Við leitina rákust þau á fyrirtæki til sölu sem vakti áhuga þeirra, pósthúsið í Sanquhar sem er það elsta í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

Þau lögðu fram tilboð en aðrir aðilar buðu hærra. Sú sala fór hins vegar út um þúfur og Ford hjónin voru mjög ánægð með að fá annað tækifæri og kaup þeirra á pósthúsinu voru þar með frágengin.

Þegar annað tækifæri gafst til að kaupa pósthúsið var það á mjög hentugum tíma fyrir hjónin, segir Barry. Mæður þeirra beggja höfðu þá fallið frá. Hann segir að þau hjónin séu mjög spennt og auðmjúk yfir tækifærinu til að þjóna samfélaginu á staðnum en þau bjóði líka ferðafólk velkomið sem komi til að kynnast hinu iðandi samfélagi í Sanquhar, en þar búa um 2.000 manns, og öllu því sem það hafi upp á að bjóða.

Tenging þeirra við þorpið styrktist enn frekar þegar Mary fór að kanna ættir sínar nánar. Eftir lát móður sinnar rakti hún ættartré sitt og komst þá að því móðurfjölskylda hennar kom frá þorpinu Muirkirk sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Sanquhar.

Barry var frímerkjasafnari í æsku og hann segir að í ljósi þess og að forfeður- og formæður Mary hafi verið úr nágrenninu þá hafi það verið örlög þeirra að taka við rekstri pósthússins.

Pósthúsið í Sanquhar hefur verið í rekstri síðan árið 1712 en í þá daga var póstur á svæðinu borin út á hestum. Þrátt fyrir þessa löngu sögu eru Mary og Barry Ford aðeins sautjándu rekstraraðilar pósthússins. Mary segir það hjónunum mikilvægt að halda rekstri þess áfram bæði fyrir íbúa og ferðamenn, sérstaklega vegna þess að mörg útibú banka á svæðinu hafi lokað á undanförnum árum.

Hjónin Nazra og Manzoor Alam ráku pósthúsið frá 2015 til 2022 en þá lést Manzoor. Nazra er þakklát samfélaginu í Sanquhar en segir að veturinn sé of kaldur í Skotlandi fyrir sinn smekk.

Pósthúsið í Sanquhar er sagt vera mjög vinsælt meðal ferðamanna og gestir úr öllum heimshornum heimsækja það til að fá sérstakan stimpil á bréf sín en á honum stendur:

„Elsta pósthús heims.“ ( e. The World´s Oldest Post Office)

Allthatsinteresting.com greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“