Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson munu leikstýra Áramótaskaupinu 2023. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV en köppunum til halds og trausts að skrifa skemmtiþáttinn verða þau Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir.
Fannar hefur starfað með þeim Völu Katrínu, Júlíönu Söru og Karen Björg að þáttunum um Venjulegt fólk sem hafa slegið í gegn.