fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Prettyboitjokko og kærastan færðu sig í svítuna á Ibiza

Fókus
Mánudaginn 18. september 2023 13:00

Parið gistir nú í svítunni þar sem „allt getur gerst.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir, eru stödd á Ibiza ásamt vinum sínum.

Þau mættu á eyjuna í gær en flugferðin var ansi skrautleg og greindi súkkulaðidrengurinn frá því að farþegi í vélinni hafi krafist þess að útvarpsmaðurinn Gústi B, sem er í för með þeim, myndi gefa honum nammi úr bland í poka.

Smá nammidrama um borð. Skjáskot/Instagram

Patrik, sem er með yfir sjö þúsund fylgjendur á Instagram, var sjálfur ekkert að sækjast eftir því að fá nammi, enda ekki ánægður með nammiúrvalið þar sem ekkert í pokanum var frá Góu. Patrik er barnabarn Helga Vilhjálmssonar, betur þekktur sem Helgi í Góu, og hefur tónlistarmaðurinn verið óhræddur í gegnum tíðina við að flagga ættartengslunum.

Sjá einnig: Barnabarn Helga í Góu keyrir um á tæplega 14 milljóna króna sportbíl

Patrik birti myndband af hótelherbergi hans og Friðþóru á Instagram í gær, en í morgun greindi hann frá því að þau væru komin með annað og betra hótelherbergi.

Hótelherbergið sem þau fengu í gær. Skjáskot/Instagram

Parið gistir á Ushuaia strandhótelinu á Ibiza og virðist nýja herbergið þeirra vera „Anything Can Happen“ svítan.

Svítan þar sem allt getur gerst. Skjáskot/Instagram

Patrik og Friðþóra hafa verið saman síðan í fyrrasumar. Tónlistarmaðurinn skaust fram á sjónarsviðið í vor og hafa lög hans fengið mörg hundruð þúsund spilanir á Spotify.

Sjá einnig: Prettyboitjokko hafði það fínt hjá afa sínum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér