Hún segir að kanadíski tónlistarmaðurinn hafi beðið hana um leyfi um að nota mynd af henni frá verðlaunahátíð Nickelodeon árið 2012. Á myndinni er leikkonan útötuð í grænu slími, en sjónvarpsstöðin er alræmd fyrir að útata stjörnurnar í grænu slími á Kids Choice-verðlaunahátíðinni þeirra.
Drake birti myndina af Halle Berry til að auglýsa nýja lagið sitt „Slime You Out“ ásamt SZA.
View this post on Instagram
Halle Berry hefur nú greint frá því að Drake hafi óskað eftir leyfi til að nota myndina af henni og hún hafi neitað. Hann hafi samt sem áður notað myndina.
„Þú verður að vera stærri manneskjan þegar fólk sem þú lítur upp til veldur þér vonbrigðum,“ sagði Halle um málið á Instagram.
„Fólkið hans hringdi í mitt fólk varðandi þetta og ég sagði NEI. Ég er ekki hrifin af þessari mynd af mér, með slím yfir öllu andlitinu, og ég vildi ekki tengja hana við lagið hans. En hann ákvað að gera það samt. Sjáið til, það er dónaskapur. Ekki töff!“
Einn netverji svaraði: „Ég skil þína hlið. En Getty Images á myndina og hann hefur örugglega fengið þeirra leyfi og borgað fyrir hana. Þannig af hverju ertu reið?“
„Af því að hann spurði mig og ég sagði NEI, þess vegna. Til hvers að biðja um leyfi ef þú ætlar hvort sem er að gera þetta? Mér fannst eins og hann hafi verið að gefa mér puttann með þessu.“
Drake hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu en hann lokaði fyrir athugasemdir við myndina á Instagram.