fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Friðrik Agni skrifar: „Veikindi setja mann alltaf svolítið út fyrir stefnuna“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2023 13:27

Friðrik Agni Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú sé ég veikindin sem reset takka. Endurstilla. Finna hvaða venjur ég ætla að tileinka mér og sem veita mér jafnvægi. Aftur af stað. Gera mitt besta. Einn dag í einu. Og skítt með NORMIÐ og KASSANN. Líkaminn lætur vita þegar maður þarf að sitja hjá. Hlusta, anda og endurstilla. Kerfið getur ekki vera ON a öllum vígstöðvum 24/7. Nú er mánudagur og upprisa mín hafin,“ 

skrifar Friðrik Agni Árnason, dansari, einkaþjálfari og veislustjóri með meiru í pistli sínum. Eftir viku liggjandi með flensu segist hann kominn með sirka 80% orkunnar til baka. 

„Veikindi setja mann alltaf svolítið út fyrir stefnuna. Allt raskast til. Eins og að fá „sittu hjá eina umferð“ spjaldið í spili.

Ég er farinn að þrá orkuna mína aftur. Reglusemina, morgunkraftinn, hreyfinguna og mataræðið. Mér líður alltaf eins og líkaminn minn tútni út og merjist í sveskju og að öll vinna fari framhjá mér. Svo kemur kvíðinn sem fylgir því að fara aftur af stað. Allt sem hefur legið á ís. Samskipti og fundir. Spurningum sem hafa engin svör fengið. Taka ákvarðanir. Já, allt þetta kveikir í mér kvíða. Og allt vegna þess að ég vogaði mér að verða veikur. Og þá kemur samviskubitið yfir að hafa kallað veikindin yfir mig. Því kvíðinn var ekki nóg sjáið til.

Í hvaða heimi bý ég?!

Ég bý í samfélagi þar sem að það að vera alltaf ON er talið góðs ígildi, að vera með milljón bolta á lofti, sýna fram á gott skap, lausnir, heilbrigði, frábært félagslíf, metnað, menntun, góða vinnu og sýna stolt en samt ekki of mikið þannig að það sé snobb eða gort. Finna milliveginn. Vera í milliveginum en samt skara fram úr en bara ekki gera mikið úr því. Veita ráð og ráðgjöf en ekki þykjast vita betur. Vera heimsborgari og samfélagslega þenkjandi, hjálpa öðrum en samt ekki á kostnað eigin heilsu.

Halló andstæður og úrkomulaust kaós! Hvernig getur það verið að þetta sé kassinn sem við miðum við? Það er enginn lifandi manneskja sem getur tikkað í allt þetta. Sama hvað samfélagsmiðlar segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest