fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Gamalt viðtal Conan O‘Brien við Danny Masterson vekur óhug – „Þú verður gómaður bráðum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Danny Masterson var í síðustu viku dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum.

Masterson er hvað þekktastur fyrir að leika Steven Hyde í vinsælu þáttunum That 70‘s Show í kringum aldamótin.

Hann lék einnig eitt af aðalhlutverkunum í Netflix-þáttunum The Ranch en var rekinn í desember 2017, eftir að fjórar konur sökuðum hann um nauðgun. Í júní 2020 var hann ákærður fyrir að nauðga þremur konum á heimili sínu í Hollywood Hills á árunum 2001 til 2003. Hann var dæmdur fyrir að nauðga tveimur þeirra.

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar í kynferðisbrotamáli Danny Masterson og ógnvekjandi viðbrögð Vísindakirkjunnar

„Ég hef heyrt um þig“

Gamalt viðtal spjallþáttastjórnandans Conan O‘Brien við Masterson hefur komið aftur upp á yfirborðið eftir að dómurinn var kveðinn upp og hafa orð O‘Brien vakið mikinn óhug, en það virðist hljóma eins og spjallþáttastjórnandinn hafi verið meðvitaður um að allt væri ekki með felldu.

Viðtalið var árið 2004, en nauðganirnar sem Masterson var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. O’Brien spurði leikarann út í New York hreiminn hans, sem sagði að hann væri nánast horfinn eftir öll árin í Los Angeles, en kæmi helst fram þegar hann segir:  „Hæ, ég heiti Danny Masterson, viltu snerta punginn minn?“

„Af hverju ertu að spyrja fólk að þessu? Það er mikilvægari spurning,“ sagði O‘Brien.

„Ég meina, þú ert með þau, skilurðu hvað ég meina? Allir ættu að koma við þau,“ sagði þá leikarinn.

„Ég hef heyrt um þig, og þú verður gómaður bráðum. Þú veist þú verður það,“ sagði O‘Brien, en umrædd ummæli eru þau sem hafa vakið athygli.

„Ég veit,“ sagði Masterson.

Horfðu á viðtalsbútinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sat nakin fyrir á sextugsaldri

Sat nakin fyrir á sextugsaldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“