fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Taldi í sig kjark á flugvellinum – Flug með Play upphafið að nýjum kynnum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 31. júlí 2023 12:00

Mynd: Skjáskot TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannastu við þessar kvikmyndir þar sem aðalpersónan rekst á einhvern fyrir tilviljun á flugvellinum og það er byrjunin á rómantískri ástarsögu þeirra?“

segir Phillip Vu sem er með rúmlega 2,2 milljónir fylgjenda á TikTok. Í myndbandi segist hann ekki vera sá heppnasti í ástum og búinn að vera á Tinder í sjö ár.

„Það er erfitt þegar þú ert lágvaxinn og allir kalla þig næs gaur. Ég vil ekki vera næs gaur. Ég vil vera sexí, eins og tígrisdýr.“

Nýlega var hann á flugvellinum í Berlín og segist hafa sest þar við hliðina á fallegri ungri konu. „Ég var búinn að kaupa tvær samlokur og ætlaði að bjóða henni aðra þeirra, þegar hún spurði hvort ég vissi hvar reykingaherbergið væri. Ég hélt ég myndi aldrei sjá hana aftur.“

@phillipqvu I got her IG and got to keep my sandwich 🙂 #NewYork #Manhattan #AirportStranger #DateNight ♬ original sound – Phillip Vu

Heppnin var þó með Vu því í millilendingu á Íslandi í flugi með Play hitti hann konuna aftur og gekk með henni áleiðis að hliðinu á næsta flugi. Svo skemmtilega vildi til að bæði voru að ganga í átt að sama hliði og áttu flug til New York.

„Langar þig að hittast í New York?“ spurði Vu, og stúlkan, sem heitir Mona, sagðist til í það.

Mona var í fyrsta skipti í New York og sendi Vu skilaboð, þannig að hann pantaði borð fyrir þau út að borða kvöldið eftir. „Ég ætla að bjóða henni í bestu borgarferð allra tíma.“

Í næsta myndbandi segir Vu að þeim hafi líkað vel við hvort annað í matnum. Eftir á hafi hann síðan spurt hana af hverju hún samþykkti að fara á deit með honum. „Deit?“ spurði Mona, „er þetta deit?“. Segir Vu að þetta hafi verið vandræðalegt. Þau hittust þó aftur daginn eftir og skemmtu sér saman allan daginn. Daginn eftir flaug Mona heim aftur til Berlín.

Síðan eru liðnir sjö mánuðir og segir Vu þau hafa haldið sambandi síðan og tala saman reglulega á Facetime. „Ég er ánægður með að ég hafði kjark til að tala við ókunnuga manneskju á flugvellinum, af því ég hitti einhvern sem mér líkar vel við.“

@phillipqvu My cheeks hurt because I was smiling so hard #Manhattan #NewYork #brooklynbridge ♬ original sound – Phillip Vu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni