fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Eitt heitasta par Hollywood tilkynnir um óvæntan hjónaskilnað

Fókus
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 15:00

Joe Manganiello og Sofia Vergara á góðri stund Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt heitasta par Hollywood, hjónin Joe Manganiello og Sofia Vergara, eru að skilja eftir átta ára hjónaband. Þetta kemur fram í tilkynningu hjónanna sem slúðurmiðillinn PageSix birti. „Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að skilja,“ segir í tilkynningunni. Þar segjast þau óska eftir friði til þess að takast á við þennan breytta raunveruleika.

Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar leikararnir fóru að slá sér upp saman árið 2014 enda ofarlega á lista yfir kynþokkafyllstu leikara draumaborgarinnar.

Sambandið vatt hratt upp á sig en hálfu ári síðar höfðu þau trúlofast og rúmu ári síðar giftu þau sig með pompi og prakt í risastórri athöfn á Palm Beach sem helstu fjölmiðlar heims gerðu rækilega skil.

Ekki hafði verið fjallað um neina erfiðleika í hjónabandi parsins en þó hafði verið eftir því tekið að Manganiello var hvergi að sjá á myndum sem Vergara hefur birt undanfarna daga frá lúxusfríi sínu á Ítalíu þar sem hún fagnaði meðal annars afmæli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli