fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Fókus

Lygavefur áhrifavalds hrundi þegar eiginmaður hennar sá í gegnum hana – Sagðist vera með briskrabbamein en hvar voru læknarnir?

Fókus
Föstudaginn 9. júní 2023 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taívanskur áhrifavaldur blekkti fylgjendur sína og fjölskyldu árum saman, en fyrir þremur árum tilkynnti MianBaobao fylgjendums ínum að hún hefði verið greind með langt gengið briskrabbamein.

MianBaobao fór í kjölfarið að birta æfingamyndbönd á miðlum sínum þar sem hún sýndi fylgjendum hvernig hún stundaði líkamsrækt þrátt fyrir greiningu sína. Merkti hún færslur sínar með myllumerkjum á borð við „daglegbaráttaviðkrabbamein og útskýrði hvernig hún væri að samrýma líkamsrækt við krabbameinsmeðferðina.

Lygavefurinn afhjúpaður

Það var svo fyrir um mánuði síðan sem fólk fór að gruna áhrifavaldinn um græsku eftir að maður sem kvaðst vera fyrrum eiginmaður hennar fór að birta færslur þar sem hann benti á hvernig krabbameinssaga hennar kæmi ekki heim og saman.

„Í hvert sinn se hún fór í krabbameinsmeðferð krafðist hún þess að fjölskyldan skutlaði henni að inngangi sjúkrahússins og fór fram á að hitta læknana ein. Heildarútgjöld fjölskyldunnar vegna lækniskostnaðar árið 2021 var undir 40 þúsund, og ég sá aldrei neinn umsjónarlækni, enga sönnun um greininguna, eða kvittanir vegna heimsókna hennar á sjúkrahúsið á seinustu tveimur árum.“

Fjölmiðlar í Suður-Kína greindu þá frá því að MianBaobao hafi logið til um greiningu sína til að afla sér fylgis á samfélagsmiðlum. Þetta var svo staðfest í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn staðfesti blekkinguna er hún bað 11 þúsund fylgjendur sína afsökunar.

„Til allra fjölskyldumeðlima, vina, aðdáenda og netverja sér létu sér annt um mig, studdu mig, hvöttu mig áfram, ég vil biðja alla hér afsökunar. Ég gerði það seinasta sem ég hefði átt að gera, ég laug til um að hafa krabbamein og blekkti alla í þrjú ár.“

Hafa sumir vakið athygli á því að líklega hefði áhrifavaldurinn átt að velja sér annars konar krabbamein til að ljúga til um, en briskrabbamein er gífurlega erfitt viðureignar þar sem einkenni koma venjulega ekki fram fyrr en sjúkdómurinn er of langt genginn til að hægt sé að halda aftur af honum. Aðeins um 5-10 prósent þeirra sem greinast með briskrabbamein eru enn á lífi fimm árum eftir greiningu.

Ákvað að hætta á samfélagsmiðlum

Meinti fyrrum eiginmaðurinn hefur eins haldið því fram að áhrifavaldurinn hafi notað gervigreininguna til að flygja út af sameiginlegu heimili þeirra og sækja um skilnað.

Hann var þó ekki sá eini sem var tortrygginn í garð MianBaoBau og baráttu hennar við meinta meinið. Hún hafði birt röntgenmyndir á miðlum sínum og glöggir netverjar náðu að finna út að myndunum hefði hún stolið af netinu.

MianBaobao hefur nú fjarlægt allar færslur af miðlum sínum, fyrir utan afsökunarbeiðnina, en í henni beindi hún sjónum sínum sérstaklega að þeim sem höfðu gefið til þykjustubaráttu hennar, en meðal þeirra voru fjölskyldumeðlimir og fyrirtæki sem höfðu styrkt hana. Hún kallaði þessa aðila þolendur lyga hennar og bauðst til að bæta fyrirtækjunum, sem hún hafði átt í samstarfi við, tjónið.

Hún sagðist ætla að yfirgefa heim áhrifavaldanna enda ætti hún ekki skilið að vera hluti hans eftir framgöngu sína.

„Ég er miður mín yfir þeim stormi sem ég olli og fyrir að hafa sóað tíma og athygli allra. Ég tók ranga ákvörðun, særði fólk sem elska mig og fólkið sem ég elska. Mér þykir þetta allt svo leitt.“

Ekki sú eina sem hefur logið með þessum hætti

Eins ótrúleg og þessi saga virðist þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldur verður uppvís að lygum sem þessum. Það var til dæmis bara í janúar sem TikTok-áhrifavaldur að nafni Madison Russo var handtekin fyrir þjófnað eftir að hafa logið því til um að vera með briskrabbamein – en til að hjálpa henni í baráttunni við meinið höfðu netverjar safnað um fimm milljónum í gegnum TikTok og GoFundMe, sem Madison stakk beint í vasann og nýtti ekki í krabbameinsmeðferð – enda hefði slík meðferð verið henni skaðleg þar sem hún er ekki með krabbamein.

Annar áhrifavaldur á TikTok, Yaya Kampen, greindi frá því í janúar að hún hafi verið gift konu sem var með beinakrabbamein á lokastigi. Eiginkonan kvaðst aðeins eiga fáeina mánuði eftir. Virkilega erfitt og sorglegt í hjónabandi. Tvær grímur runnu þó á Kampen þegar hún horfði á kvikmyndina The Fault In Our Stars, sem fjallar um ungmenni með krabbamein sem verða ástfangin og byggir á samnefndri bók. Kampen og eiginkonan höfðu gift sig frekar snemma, enda enginn tími til að missa þegar annar aðilinn á stutt eftir. Hins vegar bjóst Kampen ekki við því að sjá nánast orð fyrir orð, sögu konu sinnar, spilast á stóra tjaldinu í áðurnefndri kvikmynd. Vissulega gæti þetta verið tilviljun en varla.

Kampen ávarpaði höfund bókarinnar í einu myndbandi og sagði: „Svo það var sagan þín sem kveikti hugmyndina að gera sér upp ólæknandi krabbamein, en það var líka kvikmyndin þín sem kveiti á viðvörunarbjöllunum um að hún væri að ljúga að mér.“

Þær eru fráskildar í dag, og fyrrum eiginkonan enn sprelllifandi.

Munchausen by Internet

Líklega hafa flestir lesendur haft eitthvað veður af heilkenni sem gengur undir nafninu Munchausen, en um er að ræða sjaldgæfa röskun þar sem fólk gerir sér upp, eða veldur sér einkennum alvarlegra sjúkdóma. Nafnið er dregið af þýskum aðalsmanni, baróninum Munchausen, sem varð frægur fyrir að segja galnar ótrúverðugar sögur um afrek sín og fortíð. Eins er til Munchausen by proxy þar sem forsjáraðilar barna, gjarnan mæður, gera börn sín veik, eða skálda upp einkenni sjúkdóma, helst til að fá athygli og jafnvel fjárstuðning eða annars konar aðstoð.

Það sem færri vita er að nú er komin þriðja útgáfan, Munchausen by Internet. Líkt og í hinum tilfellunum felst það í því að einstaklingur læst vera veikur, en að þessu sinni í netheimum. Þessir aðilar misnota samfélagið í netheimum, koma sér til dæmis inn í stuðningshópa og reyna að nota traust og nándina sem felst í slíkum samskiptum til að fá athygli og auknar vinsældir. Þetta heilkenni hefur verið þekkt síðan um aldamótin þegar hugtakið var fyrst notað til að lýsa fólki sem skáldaði ótrúlegar sögur af næstum því banvænum sjúkdómum og svo bataferlinu – til að fá athygli. Talið er að heilkennið geti haft gífurlega neikvæð áhrif á samskipti fólks í netheimum, kynt undir tortryggni og komið í veg fyrir að fólk geti notað stuðningshópa í þeim tilgangi sem þeim er ætlað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Flúrhátíð til heiðurs Fjölni

Flúrhátíð til heiðurs Fjölni
Fókus
Í gær

Hvað ætti meðalbílskúr að vera stór?

Hvað ætti meðalbílskúr að vera stór?
Fókus
Í gær

Elton John setur bandaríska heimilið á sölu

Elton John setur bandaríska heimilið á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið að berjast fyrir lífi mínu í 40 ár“

„Ég hef verið að berjast fyrir lífi mínu í 40 ár“