fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Slasaðist í andliti eftir vinsæla TikTok eggsuðuaðferð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shafla Bashir, 37 ára móðir, segist hafa upplifað versta sársauka lífs síns eftir að hún reyndi sig við matreiðsluaðferð sem hefur slegið í gegn á TikTok. Uppskriftin felst í því að sjóða egg í bolla í örbylgjuofninum. Byrjað er á því að hella sjóðandi vatni í billa, næst er eggið sett í bollann og síðan er bollinn settur í örbylgjuofninn í nokkrar mínútur þar til eggið er soðið.

Bashir fylgdi þessu samviskusamlega, en þegar hún setti kalda skeið í eggið, sprakk það eins og gosbrunnur að sögn Bashir og skvettist eggið á hægri hlið andlits hennar, með þeim afleiðingum að hún sagðist hafa upplifað versta sársauka lífs síns.

Bashir fór á bráðavaktina þar sem gert var að sárum hennar, en hún sagðist enn hafa fundið fyrir bruna 12 klukkustundum síðar. Vill hún vara aðra við.

„Ég vil ekki að neinn annar þurfi að upplifa þennan sársauka, en þessi aðferð er núna mjög vinsæl á TikTok. Þetta var versti sársauki sem ég hef upplifað,“ segir hún.  „Þetta var hræðilegt, ég kvaldist mikið. Ég setti andlitið undir rennandi vatn í eldhúsvaskinum og maðurinn minn hugsaði um dóttur okkar meðan ég fór á bráðamóttökuna. Andlitið á mér hefur jafnað sig núna, og engin ör eru eftir slysið sem betur fer. Ég notaði vaselín og bara öll önnur krem sem ég gat og bar á mig.“

Bashir segir einnig frá því að hún hafi notað þessa aðferð vandræðalaust í þrjú ár, þar til umrætt atvik átti sér stað 12. Maí. 

Breska læknatímaritið hefur bent á að í leiðbeiningum með örbylgjuofnum sé varað við að nota þá til að sjóða egg með þessari aðferð. Ástæðan er sú að eggið heldur hitanum og heldur áfram að sjóða eftir að það er tekið úr örbylgjuofninum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar