fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2023 09:16

T.v.: Ashton Kutcher, Demi Moore og Tallulah Willis. T.h.: Tallulah Willis í raunveruleikaþættinum Stars on Mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tallulah Willis lítur til baka yfir erfitt tímabil í æsku.

Hún er dóttir leikarans Bruce Willis og leikkonunnar Demi Moore. Þau voru gift í þrettán ár og skildu árið 2000. Þau eignuðust þrjár dætur saman; Rumer, 24 ára, Scout, 31 árs og Tallulah, 29 ára.

Árið 2003 byrjaði Demi með leikaranum Ashton Kutcher. Hún var þá 42 ára og hann 27 ára. Sambandið vakti mikla athygli vegna aldursmunar þeirra. Einnig voru sögusagnir á kreiki um að Ashton hafi haldið framhjá Demi, sem hann viðurkenndi seinna. Þau skildu árið 2011.

Tallulah segir að samband móður sinnar við unga leikarann hafi verið mjög erfitt fyrir hana.

„Þetta var árið 2003, mamma var nýbyrjuð að deita Ashton. Það var tímabil þar sem mig langaði bara inn í mig og mér leið eins og algjöru rusli. Þetta var mjög erfitt og ég er ennþá að vinna úr þessu,“ sagði hún í fyrsta þætti af raunveruleikaþættinum Stars on Mars sem kom út á sunnudaginn.

Tallulah ásamt móður sinni og Ashton.

Tallulah hefur áður opnað sig um áhrifin sem samband þeirra hafði á hana. Í viðtali árið 2019 sagði hún að henni hafi liðið eins og móðir hennar hafi gleymt henni.

„Allir fóru að heiman og ég var ein eftir. Ég veit að hún elskar mig, hundrað prósent, en á þessu augnabliki var ég sár, og þú getur ekki ímyndað þér að einhver sem elskar þig myndi gera þér þetta, myndi velja einhvern annan fram yfir þig,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig