fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2023 09:16

T.v.: Ashton Kutcher, Demi Moore og Tallulah Willis. T.h.: Tallulah Willis í raunveruleikaþættinum Stars on Mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tallulah Willis lítur til baka yfir erfitt tímabil í æsku.

Hún er dóttir leikarans Bruce Willis og leikkonunnar Demi Moore. Þau voru gift í þrettán ár og skildu árið 2000. Þau eignuðust þrjár dætur saman; Rumer, 24 ára, Scout, 31 árs og Tallulah, 29 ára.

Árið 2003 byrjaði Demi með leikaranum Ashton Kutcher. Hún var þá 42 ára og hann 27 ára. Sambandið vakti mikla athygli vegna aldursmunar þeirra. Einnig voru sögusagnir á kreiki um að Ashton hafi haldið framhjá Demi, sem hann viðurkenndi seinna. Þau skildu árið 2011.

Tallulah segir að samband móður sinnar við unga leikarann hafi verið mjög erfitt fyrir hana.

„Þetta var árið 2003, mamma var nýbyrjuð að deita Ashton. Það var tímabil þar sem mig langaði bara inn í mig og mér leið eins og algjöru rusli. Þetta var mjög erfitt og ég er ennþá að vinna úr þessu,“ sagði hún í fyrsta þætti af raunveruleikaþættinum Stars on Mars sem kom út á sunnudaginn.

Tallulah ásamt móður sinni og Ashton.

Tallulah hefur áður opnað sig um áhrifin sem samband þeirra hafði á hana. Í viðtali árið 2019 sagði hún að henni hafi liðið eins og móðir hennar hafi gleymt henni.

„Allir fóru að heiman og ég var ein eftir. Ég veit að hún elskar mig, hundrað prósent, en á þessu augnabliki var ég sár, og þú getur ekki ímyndað þér að einhver sem elskar þig myndi gera þér þetta, myndi velja einhvern annan fram yfir þig,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Í gær

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota