fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Fókus

Húsnæðismarkaðurinn ógnar RIFF

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 13:33

Starfsnemar á RIFF. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, situr í rauðum stól lengst til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – fagnar tuttugasta starfsafmæli sínu í ár. Til stendur að halda hátíðina í haust en nú hefur erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum á Höfuðborgarsvæðinu sett strik í reikninginn.

Í tilkynningu frá RIFF segir að mjög erfiðlega hafi gengið að finna húsnæði bæði fyrir starfsfólk og starfsnema sem koma erlendis frá. Er þetta sagt setja framkvæmd hátíðarinnar í mikla óvissu þar sem treyst sé mjög á vinnuframlag þessara einstaklinga.

Segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, RIFF að mestu leyti fjármagnaða með styrkjum og rekna án hagnaðarsjónarmiða. Hún segir að skortur á leiguhúsnæði hafi nú þegar orðið til þess að sumir starfsnemana hafi afboðað komu sína.

Hún segir að ár hvert komi í kringum 12-15 starfsnemar, til landsins, sem stundi kvikmyndatengt nám í virtum háskólum víða um Evrópu og starfi með hátíðinni yfir þriggja til sex mánaða tímabil. Margir erlendir starfsmenn komi þar að auki til landsins í tengslum við hátíðina og erfiðlega hafi gengið að finna húsnæði fyrir þá.  Þar að auki komi tugir sjálfboðaliða til landsins og vinni fyrir RIFF í sjálfboðavinnu á meðan hátíðinni stendur. Segir Hrönn að margir þeirra komi ár eftir ár.

Hrönn segir erfitt að segja til um hvaða áhrif það hafi á rekstur hátíðarinnar ef ekki tekst að finna húsnæði fyrir alla starfsnema og starfsfólk. Hún vonar að hægt verði að finna viðeigandi húsnæði fyrir allt þetta fólk sem fyrst. Hún biðlar til allra sem hafa laus herbergi eða íbúðir til leigu að hafa samband í gegnum netfangið interns@riff.is

Hún ítrekar mikilvægi RIFF fyrir kvikmyndamenningu Íslands:

„Tilgangur hátíðinnar er auðvitað að auka hróður Íslands á alþjóðavísu en einnig að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Hátíðin vekur áhuga á kvikmyndamenningu, eykur kvikmyndalæsi og auðgar kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunaleikarinn eyddi árum í að skrifa spennusögu – Reif handritið eftir 11. september

Verðlaunaleikarinn eyddi árum í að skrifa spennusögu – Reif handritið eftir 11. september
Fókus
Fyrir 3 dögum

Voru ekki búin að opinbera sambandið þegar þau voru mynduð í verslun í London – „Þá áttaði ég mig á því, ókei, nú er þetta byrjað“

Voru ekki búin að opinbera sambandið þegar þau voru mynduð í verslun í London – „Þá áttaði ég mig á því, ókei, nú er þetta byrjað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill og Hugi koma Birgittu Líf og Enok til varnar – „Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“

Simmi Vill og Hugi koma Birgittu Líf og Enok til varnar – „Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjórfætti félagi Alexöndru Helgu og Gylfa missti auga

Fjórfætti félagi Alexöndru Helgu og Gylfa missti auga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gummi Kíró ræðir um lífið, ástina og athyglina í nýjasta þætti af Fókus

Gummi Kíró ræðir um lífið, ástina og athyglina í nýjasta þætti af Fókus
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég komst einu sinni á forsíðu DV fyrir að hafa lent í líkamsárás inn á Bóhem“

„Ég komst einu sinni á forsíðu DV fyrir að hafa lent í líkamsárás inn á Bóhem“