fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Segir karlmenn í Búlgaríu meiri herramenn – Afhjúpar hvað þeim finnst „brjáluð lítillækkun og móðgun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2023 11:00

Ásdís Rán er frægasta glamúrfyrirsæta Íslands og hefur einnig slegið í gegn í Búlgaríu. Mynd/Instagram @asdisran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir flutti til Búlgaríu árið 2008 og bjó þar til 2017, þá flutti hún aftur til Íslands en flakkar mikið á milli landanna tveggja. Hún er gestur vikunnar í nýja lífsstílsþættinum Fókus á DV og segir mikinn mun á stefnumótamenningunni þar og hérlendis.

video
play-sharp-fill

„Karlmennirnir eru miklu meiri herramenn í Búlgaríu. Til dæmis, ég segi alltaf við vini mína áður en ég fer með þá út að borða ef ég er með Íslendinga eða eitthvað svoleiðis, að ef það er karlmaður á borðinu þá borgar hann alltaf. Það er semasagt móðgun fyrir þá ef kona reynir að borga, þeim finnst það brjáluð lítillækkun og móðgun, að það sé verið að gera lítið úr karlmennskunni þeirra. Það eru þeir sem eru að bjóða þér út,“ segir hún og bætir við að búlgarískir karlmenn séu meira fyrir að stjana við konur.

Opin fyrir ástinni en mikið að gera

Ásdís Rán er einhleyp og opin fyrir ástinni.

„Ég er bara búin að vera svo upptekin. Kannski gæti ekki alveg boðið karlmanni upp á að eiga mig sem kærustu því núna er ég búin að vera á svo miklu flakki milli landa og finnst ég ekki alveg nógu gott konuefni fyrir neinn. En væri fínt að eiga einhvern ungan kærasta kannski, eða eldri.“

Aðspurð hvernig er að deita í sviðljósinu segist hún vera vön því en viðurkennir að það hafi áhrif á tilhugalífið.

„Þó það trufli mig ekki þá truflar þetta karlmennina sem mig langar að fá. Það eru þeir sem vilja ekki vera í sviðsljósinu og erfiðara að fara út með mér því það byrja allir að tala og svo er bara komin frétt,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn með Ásdísi Rán í heild sinni hér.

Fylgstu með Ásdísi Rán á InstagramFacebook og hlaðvarpsþætti hennar, Krassandi konur, á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Hide picture