fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Afhjúpaði nafn sonarins eftir níu mánuði

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 09:59

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist son í september í fyrra með aðstoð staðgöngumóður. Faðirinn er körfuboltakappinn Tristan Thompson. Fyrir áttu þau dótturina True, 5 ára.

Khloé og Tristan eru nýbúin að taka saman aftur, en þau hættu saman í janúar í fyrra eftir að upp komst um enn annað framhjáhald Tristan. En í þetta sinn hafði hann feðrað barn með annarri konu. Þau voru þegar byrjuð í barneignaferli en voru hætt saman þegar sonurinn fæddist. Í apríl greindu miðlar vestanhafs frá því að þau væru farin að stinga saman nefjum á ný og hefur Kardashian-fjölskyldan mætt á körfuboltaleiki hjá honum.

Drengurinn er níu mánaða og hefur Khloé loks afhjúpað nafnið. Hann heitir Tatum en raunveruleikastjarnan vildi halda í hefðina um að nafnið byrji á „T“ eins og hjá systur hans.

Í nýjasta þætti af The Kardashians, sem var tekinn upp síðasta haust, opnaði Khloé sig um að hún ætti erfiðara með að tengjast Tatum en True þegar hún var á hans aldri.

„Þetta ruglar í hausnum á manni, þetta er svo skrýtið,“ sagði hún og vísaði þá í staðgönguferlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi
Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Í gær

Afhjúpar myrkt leyndarmál Gleðibankans – Ósagða sagan um svik og undanbrögð – „Hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin“

Afhjúpar myrkt leyndarmál Gleðibankans – Ósagða sagan um svik og undanbrögð – „Hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin“
Fókus
Í gær

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eliza­beth Hol­mes hefur af­plánun

Eliza­beth Hol­mes hefur af­plánun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get ekki hætt að sofa með bróður kærustu minnar“

„Ég get ekki hætt að sofa með bróður kærustu minnar“