fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Afhjúpaði nafn sonarins eftir níu mánuði

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 09:59

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist son í september í fyrra með aðstoð staðgöngumóður. Faðirinn er körfuboltakappinn Tristan Thompson. Fyrir áttu þau dótturina True, 5 ára.

Khloé og Tristan eru nýbúin að taka saman aftur, en þau hættu saman í janúar í fyrra eftir að upp komst um enn annað framhjáhald Tristan. En í þetta sinn hafði hann feðrað barn með annarri konu. Þau voru þegar byrjuð í barneignaferli en voru hætt saman þegar sonurinn fæddist. Í apríl greindu miðlar vestanhafs frá því að þau væru farin að stinga saman nefjum á ný og hefur Kardashian-fjölskyldan mætt á körfuboltaleiki hjá honum.

Drengurinn er níu mánaða og hefur Khloé loks afhjúpað nafnið. Hann heitir Tatum en raunveruleikastjarnan vildi halda í hefðina um að nafnið byrji á „T“ eins og hjá systur hans.

Í nýjasta þætti af The Kardashians, sem var tekinn upp síðasta haust, opnaði Khloé sig um að hún ætti erfiðara með að tengjast Tatum en True þegar hún var á hans aldri.

„Þetta ruglar í hausnum á manni, þetta er svo skrýtið,“ sagði hún og vísaði þá í staðgönguferlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen