fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Segir þetta vera vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap – „En jafnframt eitt það einfaldasta og aðgengilegasta“

Fókus
Fimmtudaginn 30. mars 2023 10:57

Ragga Nagli. Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að borða hægt er vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.

Ragga er klínískur heilsusálfræðingur, pistlahöfundur og einkaþjálfari. Hún er virk á samfélagsmiðlum og skrifar um heilsu á mannamáli. Pistlar hennar hafa slegið í gegn um árabil og í þeim nýjasta ræðir hún um fitutap og hvað hún telur vera vanmetnasta verkfærið fyrir það.

„Að borða hægt er vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap. En jafnframt eitt það einfaldasta og aðgengilegasta og þú getur haldið þig við…. að eilífu amen. Sama hvað þú ert að gúlla í ginið, hvenær þú borðar, hvar þú ert staddur í veröldinni, eða með hverjum þú snæðir,“ segir Ragga.

Hún vísar í ónefnda rannsókn og segir að rannsóknin hafi sýnt að borða hægar sé mjög áhrifarík aðferð til að draga úr hitaeininganeyslu.

„Rannsóknin skipti þátttakendum í tvo hópa, þar sem 600 hitaeininga máltíð af makkarónum og osti var annaðhovrt snædd á 24 mínútum (HÆGT) eða á 6 mínútum (HRATT). Fólk átti að fylgja píphljóði með að taka ákveðið stóra bita, þeir sem borðuðu hægt tóku bita á 24 sekúndna fresti á meðan hinn hópurinn tók tvöfalt stærri bita á 12 sekúndna fresti. Strax eftir máltíð var mælt hvort hraðinn hefði áhrif á seddu og ánægju með máltíð.

Einnig voru gerðar mælingar á 30 mínútna fresti á matarlyst, YY-peptíði og svengdarhormóninu Ghrelin. Þremur tímum eftir máltíðina fékk fólk snarl af smákökum og snakki og mátti borða eins mikið og þau vildu eða þangað til þau voru þægilega södd.

Niðurstöðurnar sýndu að tveim tímum eftir máltíð var hægi hópurinn var ánægðari og saddari og voru nákvæmari í hversu stór skammturinn hafði verið. Hægi hópurinn sýndi meiri dempun á svengdarhormóninu Ghrelin. Hraði hópurinn sýndi hærra hlutfall af flökurleika eftir máltíð.

Í snarlinu þremur tímum seinna innbyrti hraði hópurinn 145 hitaeiningum meira en hægi hópurinn. Ef við borðum minna í snarli allavega tvisvar á dag og margföldum það með 365 dögum ársins þá erum við að horfa á að borða ósjálfrátt minna…. enginn viljastyrkur eða sjálfsagi.

Það er líka sorglegt að við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla hráefni. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat.“ 

Ragga gefur nokkur ráð til að hægja á sér við að borða.

 • Sestu niður með disk fyrir framan þig.
 • Notaðu bæði hníf og gaffal
 • Skiptu í barnagaffal, t.d Tulipop. Þá tekur lengri tíma að raða matnum á gaffalinn.
 • Ekki nota gaffal eins og skóflu til að moka upp í þig.
 • Leggðu frá þér hnífapörin um leið og þú hefur stungið bita upp í þig.
 • Taktu sopa af vatni milli bita.
 • Prófaðu að tyggja mun hægar en þú ert vanur. Ímyndaðu þér að þú sért kameldýr að jórtra í makindum.
 • Virkjaðu skynfærin. Veltu fyrir þér matnum á disknum. Bragðinu. Lyktinni. Áferðinni.
 • Settu hendur undir borð meðan þú tyggur.
 • Þú þarft ekki að híma yfir disknum eins og einhver muni hrifsa hann frá þér.
 • Andaðu hægt frá þér. Þá finnurðu mesta bragðið.
 • Taktu upp hnífapörin þegar þú hefur kyngt og munnurinn er tómur.
 • Settu þá nýjan bita á gaffalinn.
 • Þú þarft ekki að hanga á gafflinum með hvíta hnúa eins og hann muni yfirgefa þig.
 • Nærumst og njótum í núvitund fyrir langtíma heilbrigt samband við mat.“ 

Lestu pistilinn hennar í heild sinni hér ásamt öðru efni frá Röggu Nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka