fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Þær dýrkuðu hann sem guð og gerðu allt sem hann skipaði þeim – Hvað varð um Manson stúlkurnar?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. ágúst 1969 skipaði Charles Manson þeim Susan Atkins, Tex Watson, Patricia Krenwinkel og Linda Kasabian að ráðast inn í hús sem leikkonan Sharon Tate leigði ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Roman Polanski.

Þau áttu að valda eins mikilli eyðileggingu og ömurð og unnt væri. 

Sharon og vinir hennar

Flestir þekkja hvað gerðist næst. Polanski var erlendis en Sharon var heima ásamt vinum sínum Jay Sebring, Abigail Folger og kærasta Abigail, Wojceich Frykowski.

Sharon Tate. Mynd/Getty

Þau voru öll myrt á einstaklega hrottalegan hátt, þrátt fyrir að grátbiðja um lífgjöf. Sharon var komin átta og hálfan mánuð á leið með fyrsta barn þeirra hjóna. 

Tex Watson myrti einnig 18 ára pilt, Steven Parent, sem hann rakst á í garðinum. Hafði Steven verið í heimsókn hjá umsjónarmann eignarinnar og bjó sá í litlu húsi aftan við glæsihýsið sem Sharon leigði. 

Wojceich Frykowski  Sharon Tate, Steven Parent, Jay Sebring, Abigail Folger

LaBianco morðin og handtökur

Kvöldið eftir sendi Manson þau aftur út að myrða og var Lesley van Houten nú með í för.  Húsið var valið af handahófi, svo lengi sem það var í hverfi auðmanna. Hjónin Leon og Rosemary LaBianco hlutu sömu örlög og Sharon Tate og vinir hennar. 

Í október 1969 var Charles Manson og söfnuðu hans handtekinn. 

Réttahöldin hófust árið 1971. Manson og Watson fengu dauðadóma sem var breytt í lífstíðarfangelsi þar sem Kaliforníufylki afnam dauðarefsingu ári síðar. 

En hvað varð um konurnar? Þessar kornungu stúlkur sem höfðu dýrkað Charles Manson sem guð og hlýtt hverju hans orði. 

LaBianco hjónin

Susan Atkins 

Susan var í miðju þriggja systkina, fædd árið 1948,  og munu foreldrar hennar hafa drukkið stíft. En Susan virtist eðlilegt barn og unglingur, stóð sig vel í skóla og söng í kirkjukór. Hún hjúkraði einnig móður sinni sem var með krabbamein. 

En eftir lát móður hennar, þegar Susan var 15 ára,  lá leiðin niður á við. Hún hætti í skóla, faðir hennar lét sig hverfa og Susan flutti til San Francisco þar sem hún sá fyrir sér sem fatafella, stundaði alls kyns svindl og var i slagtogi með glæpamönnum.

Hún var 19 ára þegar hún hitti Charles Manson og varð heilluð af honum. Hún var með þeim fyrstu sem gengu til liðs við Manson og hans uppáhald.

Susan Atkins við réttarhöldin og í viðtali 30 árum síðar.

,,Hann gaf mér trúna á sjálfa mig sem konu og ég gaf honum hjarta mitt og sál. Það er ekkert sem ég hefði ekkert gert fyrir heilustu og fullkomnustu manneskju sem ég hef hitt. Hann var minn Jesús Kristur.”

Það var reyndar Susan sem kom upp um morðin því hún var í fangelsi fyrir önnur brot þegar hún hóf að monta sig af morðunum og voru samfangar hennar ekki lengi að láta yfirvöld vita.

Við yfirheyrslur játaði Susan að hafa stungið Sharon Tate. Hún breytti síðar frásögn sinnig og sagðist aðeins hafa haldið henni en Watson stungið Sharon til bana. Susan sagðist þó hafa einnig hafa stungið Sharon en hún hafi þá þegar verið látin. 

Hún játaði einnig að hafa skrifaði á vegg hússin með blóði Sharon. 

Susan fékk einnig dauðadóm sem breytt var í lífstíðardóm. Hún sýndi engar tilfinningar aðrar en að flissa og syngja. Hún sýndi enga iðrun við réttarhöldin. 

Susan á dánarbeði.

Hún sagði síðar að hún hefði tekið svo mikið af eiturlyfjum á þessum tíma að hún hefði misst sjónar á raunveruleikanum.

Susan afneitaði loksins Manson árið 1974. Hún hafði þá snúið aftur til  trúarinnar eftir að hafa séð Jesú Krist birtast sér í klefa sínum, að eigin sögn. Hún var fyrirmyndarfangi, kenndi samföngum sínum lestur og skrift og hélt reglulegar bænastundir. Hún fékk tvær viðurkenningar frá yfirvöldum, aðra fyrir að bjarga samfanga frá þvi að fyrirfara sér. 

Hún giftist tvisvar og fór sautján sinnum fram á reynslulausn en var alltaf hafnað. 

Þegar hún lést af völdum heilaæxlis árið 2009 hafðii þá enginn kona í Kaliforníu verið lengur í fangelsi. 

Leslie Van Houten

Leslie Van Houten var fædd 1949. Hún átti ástríka foreldra, faðir hennar rak uppboðshús og móðir hennar var kennari. Foreldrar Lesley létu allt eftir henni og yngri bróður hennar og ættleiddu meira að segja tvö munaðarlaus börn frá Kóreu. 

En foreldrar hennar skildu þegar hún var táningur og tók Lesley því afar illa.

Hún var aðeins 14 ára þegar hún hóf að stunda kynlif og fikta sig áfram með eiturlyf. Lesley strauk að heiman 17 ára og þvældist um Kaliforníu með hinum ýmsu kærustum. Eiturlyfjanotkun hennar fór fljótlega algjörlega úr böndunum og þegar að hún heyrði af Charles Manson lagði hún leið sína til hans og varð strax viss um að í honum hefði hún fundið frelsun. 

Lesley Van Houten við réttarhöldin og í viðtali fyrir nokkrum árum.

Lesley var afar falleg en náði aldrei að verða eina af uppáhalds ástkonum Manson. Hún reyndi því enn meira til að geðjast honum. 

Hún játaði að hafa barið Rosemary LaBianco, sett koddaver á höfuð hennar og vafið rafmagnssnúru um háls hennar. Hún hélt Rosemary niðri, ásamt Patriciu Krenwinkel, á meðan að Watson stakk Rosemary. Hann rétti Lesley síðan hnífinn og sagði henni að klára málið. Lesley margstakk Rosemary en sagði síðar að hugsanlega hefði Rosemary þegar verið látin.

Lesley fékk sama dóm. Líkt og Susan sýndi hún enga iðrun við réttarhöldin og báðar lýstu þær yfir að þær myndu aldrei yfirgefa eða hætta að trúa á Manson. 

Stúlkurnar hlógu við réttarhöldin og þegar að Manson skar kross í enni sitt gerðu þær slíkt hið sama.

Líkt og Susan var Lesley fyrirmyndafangi og afneitaði með öllu Manson. Hún giftist einu sinni eða það hjónaband stóð stutt. Lesley lagði mikla áherslu á að mennta sig og skrifaði fjölda smásagna.

Hún var viljug að koma í viðtöl þar sem hún lagði áherslu á hversu mjög hún sæi eftir ódæðunum, hún hefði verið ung, heilaþvegin og rugluð af eiturlyfjanotkun. Hún hefur einnig alltaf sagt að hún taki samt sem áður fulla ábyrgð á gjörðum sínum. 

Lesley hefur farið fram á reynslulausn 23 sinnum og í þrjú skipti mælti skilorðsnefnd með því að Leysley fengi reynslulausn. Ríkisstjórar Kaliforníu neituðu hins vegar að skrifa undir og situr Lesly Van Houten því enn inn. 

Hún er 73 ára gömul. 

Linda Kasabian

Linda Kasabian fæddist árið 1949. Foreldrar hennar börðust í bökkum fjárhagslega og mikið um rifrildi og ofbeldi á heimilinu. Yfirgaf faðir hennar fjölskylduna þegar hún var barn.

Móðir hennar giftist aftur en Lindu kom illa saman við stjúpföður sinn. Hún var fyrirmyndarnemandi en strauk að heiman 16 í ,,leit að guði.”

Linda við vitnaleiðslur.

Hún gifti sig sama ár, aðeins 16 en hjónabandið stóð stutt. Hún giftist aftur fljótlega manni að nafni Robert Kasabian og eignaðist dóttur en hjónabandið var stormasamt og yfirgaf Linda mann sinn og flutti aftur heim til móður sinnar.

En fljótlega eftir það hafði Robert samband og bað hana að koma til Kaliforníu þvi hann hyggði á ferð til Suður Ameríku og vildi að Linda kæmi með. Linda elti eiginmanninn, varð ófrísk af öðru barni, en Robert stakk af til Suður Ameríku án hennar. 

Linda heyrði frá vinkonu um frábæran hóp sem byggi á búgarði í fullkomnu frelsi og væri að undirbúa nýja paradís á jörð.

Linda ákvað að kanna málið nánar og varð, líkt og hinar stúlkurnar, heilluð af Manson. Hún gerði allt til að falla í hópinn. 

Manson taldi Lindu ekki hæfa í ,,aðgerðirnar” en þar sem hún var sú eina sem var með bílpróf keyrði hún hópinn bæði kvöldin.

Linda beið í bílnum í bæði skiptin. Hún kom ekki nálægt morðunum en vissi hvað stóð til og lét lögreglu ekki vita. 

Hún gerði samning við saksóknara og vitnaði gegn hinum gegn því að sleppa við refsingu. Hún var ófrísk og eignaðist son í fangelsi meðan beðið var réttarhaldanna. 

Stúlkurnar rökuðu af hár sitt til að sýna Manson stuðning.

Hún var yfirheyrð í 18 daga samfleytt með reglulegum truflunum og hótunum frá Manson og stúlkum hans en þótti standa sig vel undir pressunni.

Linda Kasabian breytti nafni sínu og lét sig hverfa að réttarhöldum loknum. Hún eignaðist fjögur börn en lenti öðru hverju í kasti við lögin vegna eiturlyfja. 

Hún kom fram í sjónvarpsviðtali við Larry King árið 2009 en var dulbúin. Hún sagðist telja að hún ætti refsingu skilið og því hefði líf hennar verið fullt sjálfsfyrirlitningar.

,,Þetta var svo rangt, það var engin ástæða til að skaða þetta fólk og valda fjölda fólks þjáningum. Ég mun aldrei gleyma öskrunum sem ég heyrði alveg út á götu. Ég vildi stoppa þau en gat það ekki.“ 

Linda lést í janúar á þessu ári, 73 ára gömul.

Charles Manson var sem guð í huga stúlknanna.

Patricia Krenwinkel.

Patricia Krenwinkel fæddist árið 1947 inn í ofurvenjulega fjölskyldu, dóttir tryggingasölumanns og húsmóðir. Hún var þybbinn krakki og fitnaði enn frekar á unglingsárunum. Hún hóf því að taka megrunarpillur og varð háð þeim. 

En þótt að Patricia grenntist var hún óhamingjusöm, hafði lítið sjálfsálit og fannst hún ófríð og einmana. Það bætti ekki ástandið að foreldrar hennar skildu þegar hún var 17 ára.

Hún hætti á fyrsta ári í háskóla, fékk starf sem ritari en var leitandi í lífinu.

Þegar hún hitti Charles Manson fannst henni hún loksins hafa fundið svarið. 

Patricia við réttarhöldin og svo í viðtali fyrir nokkrum árum.

Við réttarhöldin montaði hún sig af því að hafa myrt Abigail Folger og sýndi engar iðrun, frekar en stallsystur hennar. 

Patricia fékk sama dóm og hinir. 

Hún var holl Manson til margra ára áður en hún loksins sneri við honum baki og í viðtali við Diane Sawyer árið 1994 sagðist hún vakna upp á hverjum degi með þá vitneskju að hún hefði tekið það dýrmætasta af öllu; mannslíf.

,,Ég myrti unga konu sem átti allt lifið fram undan og skildi eftir sig harmi slegna foreldra. Ég á skilið að vera í fangelsi.“ 

Hún fór samt fram á reynslulausn fjórtán sinnum og var beiðni hennar alltaf hafnað þar til í fyrra en aftur neitaði ríkisstjóri Kaliforníu að skrifa undir. 

Patricia Krenwinkel hefur setið í fangelsi í yfir hálfa öld. Hún er 75 ára gömul. 

Charles Manson lést árið 2017

Charles Manson lést í fangelsi árið 2017. Hann sýndi aldrei iðrun og hélt fram sakleysi sínu til dauðadags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka