fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Birna Rún kemur hlutunum á hreint varðandi samstarf hennar og Gerðar í Blush

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 14:00

Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Birna Rún Eiríksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir hefur verið í samstarfi með kynlífstækjaversluninni Blush í tæplega ár. Samstarfið hófst á frumlegri auglýsingarherferð, sem vann til verðlauna um helgina.

Birna fær enn reglulega spurningar um hvort hún hafi vitað af kynlífstækjunum á heimili Gerðar Huldar Arinbjarnardóttur, eiganda Blush, í fasteignaauglýsingu þeirrar síðarnefndu. Hún svarar vangaveltum netverja eitt skipti fyrir öll.

Í júní í fyrra setti Gerður og kærasti hennar, Jakob Fannar Hansen, húsið sitt á sölu. Fasteignamyndirnar fóru eins og eldur í sinu um netheima eftir að Birna Rún benti á að það væri aragrúi af kynlífstækjum á víð og dreif um heimilið.

Í kjölfarið varð heljarinnar samkvæmisleikur á samfélagsmiðlum þar sem kapp var lagt á að finna sem flest tólin. Meðal þeirra kynlífshjálpartækja sem fundust voru sleipiefni, snípakitlar, múffur og víbratora víðs vegar um íbúðina.

@birnaruneiriks93sérðu það sem ég sé? 😂♬ Lo-fi hip hop – NAO-K

Um var að ræða frumlega auglýsingaherferð Blush á vegum auglýsingastofunnar Pipar/TBWA.

Svarar loksins vinsælli spurningu

Birna Rún ákvað að svara vinsælli spurningu sem hún fær varðandi herferðina, hvort hún hafi vitað af kynlífstækjunum, á Instagram í gær.

Fylgjandi hennar á Instagram spurði: „Vissir þú af því að Gerður hefði verið að fela þessi tæki í auglýsingunni? Varst þú með í þessari auglýsingarherferð? Eða sástu þetta fyrir tilviljun?“

„Það eru svo margir að spyrja og hafa spurt oft áður,“ segir Birna.

„Þar sem þetta er nú orðin verðlaunaherferð ætla ég að svara þessu almennilega eftir mjög svo loðin svör. [Gerður] hafði heyrt í mér áður og við vorum að skoða möguleikann á einhverju skemmtilegu samstarfi. Svo liðu einhverjir dagar/vikur og þessi herferð fór af stað hjá henni. Þá datt henni í hug að heyra í mér aftur og biðja mig um að henda í TikTok um húsið sem væri á sölu, því þar væru óvæntir hlutir sem þyrftu að koma í ljós.“

„Þar hafið þið það, hættið nú að spyrja mig á djamminu“

Birna Rún segir að þetta hafi verið góð hugmynd hjá Gerði.

„Því þetta sprakk. Í dag hafa vel yfir 80 þúsund [manns] horft á þetta, þar af 46 þúsund á TikTok,“ segir hún.

„Ég var samt raunverulega að fatta alla hlutina og átta mig á því hvaða tæki þetta væru, svo myndbandið er ekki „leikið“ þannig. Ég bara vissi að ég ætti að leita að þessu og sýndi svo hvað ég fann. Ég var í alvöru í sjokki, fannst þetta svo fyndið.“

Þetta var upphafið að samstarfi Birnu og Gerðar, sem leikkonan lýsir sem skemmtilegu.

„Þar hafið þið það, hættið nú að spyrja mig á djamminu,“ segir hún.

Auglýsingarherferðin, Finndu muninn, vann til verðlauna á föstudaginn þegar Lúðurinn var afhentur á ÍMARK-deginum.

Sjá einnig: Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“