fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

Fókus
Þriðjudaginn 21. mars 2023 19:00

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar tónlistarkonuna og nýbökuðu móðurina Gretu Salóme á glæsilegt heimili hennar og fjölskyldunnar. Greta og maðurinn hennar Elvar hafa búið sér einstaklega fallegt heimili sem þau hönnuðu sjálf. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar tónlistarkonuna og nýbökuðu móðurina Gretu Salóme en hún og maðurinn hennar Elvar fjárfestu í fokheldu húsi á einstökum stað í Mosfellsbænum fyrir liðlega tveimur árum sem þau hafa gert að sínu með glæsilegri útkomu. Fallegir litatónar ylja á heimilinu og heimilisstíllinn er stílhreinn og í anda litlu fjölskyldunnar.

„Við kolféllum fyrir útsýninu hér,“ segir Greta Salóme og bætir við að eftir að hafa séð það hafi ekki verið aftur snúið og húsið keypt. Hönnunina á húsinu að innanverður sáu Greta Salóme og Elvar meira og minna um sjálf.

„Okkur langaði að gera heimilið að okkar, það erum við sem búum hér og við erum ótrúlega glöð með hversu vel tókst til.“ Herbergið fyrir litla prinsinn, Bjart Elí, var tilbúið þegar hann kom í heiminn en hann er frumburður þeirra Gretu Salóme og Elvars. „Ég er svo fegin að við vorum búin með mest allt fyrir komu hans í heiminn og herbergið hans er einn af mínum uppáhalds stöðum á heimilinu, hingað kem ég til að komast í kyrrð og ró.“ Fallegt veggfóður prýðir einn vegginn í barnaherberginu með skýjamyndum sem skapa rómantík og hlýju.

Missið ekki af áhugaverðri og skemmtilegri heimsókn Sjafnar til Gretu Salóme og sonarins í kvöld í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

Matur og heimili: Innlit til Gretu Salóme
play-sharp-fill

Matur og heimili: Innlit til Gretu Salóme

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Hide picture