Í myndbandinu má sjá fjölskylduna syngja afmælissönginn fyrir Bruce, sem er hress og kátur og segir nokkur orð. En þetta er í fyrsta skipti sem hann talar opinberlega síðan hann var greindur með framheilabilun.
View this post on Instagram
Eiginkona Bruce, Emma Heming Willis, opnaði sig um sorgina varðandi veikindi hans og sagðist hafa byrjað afmælisdag hans grátandi.
„Ég byrjaði daginn grátandi, eins og þið sjáið,“ sagði Emma í myndbandi á Instagram.
„Ég fæ stundum skilaboð frá fólki sem segir: „Þú ert svo sterk, ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu.“ Ég hef ekkert val, ég vildi óska þess en ég hef það ekki. Ég er líka að ala upp tvö börn á meðan þessu stendur og stundum þarf maður að girða upp um sig brækurnar og gera hlutina. En á hverjum degi upplifi ég sorg og ég finn mikið fyrir því í dag, á afmælinu hans.“
View this post on Instagram
Það var á síðasta ári þegar fregnir bárust um að Bruce Willis glími við málstol. Í febrúar 2023 var greint frá því að málstolið hafði þróast yfir í framheilabilun.
Engin meðferð er til við sjúkdómnum og hefur Emma sagt að hún vonar að með því að vekja athygli fjölmiðla á veikindum Bruce verði í kjölfarið vakin meiri athygli á sjúkdómnum, sem þurfi að rannsaka betur.
Sjá einnig: Eiginkona Bruce Willis grátbiður ljósmyndara að gefa manni sínum andrými