fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fókus

„Vissulega er dugnaður dyggð en það er hvíld líka“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 11:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba eins og hún er alltaf kölluð, eigandi Granólabarsins, hugsar lóunni gott til glóðarinnar í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Eins og þeir vita sem þekkja ljóðið um lóuna þá hefur dálæti á þeim sem vaka og vinna, en skammar þá sem hvíla sig. Þessu er Tobba ekki sammála og segir dugnað vissulega dyggð en það sé hvíldin líka.

„Lóan er komin að kveða burt snjóinn – en ekki virðist hún blessunin ætla að taka með sér yfirvinnublæti okkar Íslendinga.

Af hverju get ég fullorðin manneskjan ekki lagt mig um miðjan dag þegar ég á frí og er örmagna án þess að vakna úrill með samviskubit? Mér líður eins og ég sé að svíkjast um. Aumingi með dregið fyrir um miðjan dag. Það virðist engu skipta að ég hef þennan dag engum öðrum skyldum að gegna en að hvíla mig eftir aðgerð,“ segir Tobba og segir vinkonur sínar hafa hafa sömu sögu að segja. 

„Ein í veikindaleyfi en getur með engu móti lagt sig eftir að hafa komið barnaskaranum út á morgnana nema að upplifa sig sem einskisnýtan aumingja.

Við erum nefnilega alin upp við að vera alltaf að gera eitthvað.

Hvað er dugnaður og metnaður og hvað er áráttukennd vinna, til þess fallin að koma inn samviskubiti yfir að hvíla sig? Vissulega er dugnaður dyggð – en það er hvíld líka.

Við vitum núna að of mikil vinna er ömurð sem rænir fólk heilsu og fjölskyldu en það er ekki hægt að hætta að vinna stanslaust þegar það er búið að forrita þig til yfirvinnu.

Hvernig getur fólk bara slökkt á yfirvinnublætinu? – hvort sem það er þegar það er 67 ára eða komið á vegg vegna vinnu?

Fokking lóan er stanslaust í eyranu.

„Hún hefur sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefur sagt mér að vaka og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót.“

Fokking lóan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“
Fókus
Í gær

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti
Fókus
Í gær

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raðhús á góðum stað í Grafarvogi á 94,9 milljónir

Raðhús á góðum stað í Grafarvogi á 94,9 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hugh Grant skýtur föstum skotum á Drew Barrymore

Hugh Grant skýtur föstum skotum á Drew Barrymore