fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Hugh Grant skýtur föstum skotum á Drew Barrymore

Fókus
Föstudaginn 17. mars 2023 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hugh Grant vakti athygli á dögunum fyrir viðtal sem fyrirsætan Ashley Graham tók við hann á kampavíns dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þótti mörgum hann vera fremur dónalegur, en kannski var hann þó bara að vera miðaldra breskur maður. Það er ákveðið ástand.

Nú hefur hann aftur vakið athygli. Hann var í viðtali við Wired þar sem hann greindi frá því hvernig hann hafi gert grín að leikkonunni Drew Barrymore þegar þau voru að vinna saman að rómantísku gamanmyndinni Music&Lyrics sem kom út árið 2007.

„Ég er auto-túnaður smá, en ekki eins mikið og sumir,“ sagði Grant um söng sinn í myndinni.

„Drew Barrymore var í myndinni með mér og ég held að henni sé alveg sama þó ég segi það en hún syngur alveg hryllilega. Ég hef heyrt hunda gelta betur en hún syngur.“

Grant segir að þökk sé tækninni var hægt að stilla rödd Barrymore til og á endanu hafi hún hljómað betur en hann enda sé hún með „hjarta og rödd og rokk og ról“

Þetta er ekki það eina úr viðtalinu sem hefur vakið athygli. Ein vinsælasta mynd Grant er klárlega hin vinsæla Notting Hill en Grant sagði í viðtalinu að lokaatriði myndarinnar væri ógeðfellt.

Myndin fjallar um leikkonuna Anna Scott, sem er leikin af Juliu Roberts, sem verður ástfangin af ósköp hversdagslegum eiganda bókabúðar, sem er leikinn af Hugh Grant. Lokaatriðið sýnir parið á bekk í almenningsgarði. Persóna Juliu er ólétt, í sumarkjól, og liggur með höfuðið í kjöltu Grant sem er að lesa bók.

Grant gekkst í viðtalinu einnig við því að hafa gengið berserksgang á meðan hann var að taka upp kvikmyndina Dungeons&Dragons: Honor Among Thieves. Hann hafi. misst stjórn á skapi sínu og látið það bitna á saklausri konu.

„Ég missti mig á konu sem ég sá út undan mér á fyrsta degi. Ég gerði ráð fyrir að hún væri einhver yfirmaður frá kvikmyndastúdíóinu sem hefði átt að vita betur. Kom á daginn að hún er einstaklega viðkunnanleg kona sem býr á svæðinu og var þarna til að fylgja ungri stúlku. Hræðilegt. Ég þurfti að grátbiðja um fyrirgefningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum