fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Allt vitlaust út af heilsuráðum Gwyneth Paltrow og sérfræðingar vara við þeim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. mars 2023 10:59

Gwyneth Paltrow. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan og lífsstílsfrömuðurinn Gwyneth Paltrow hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hún deildi svo kölluðum heilsuvenjum sínum.

Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að stuðla að óheilbrigðum matarvenjum og sögð vera „möndlumamma“.  Hugtakið er notað fyrir fullorðnar konur með megrunarmenningu á heilanum.

Paltrow, 50 ára, var gestur í hlaðvarpinu „The Art of Being Well“ á dögunum. Í þættinum fór hún yfir daglegar heilsuvenjur sínar, en á meðan hún gerði það var hún að fá vökva í æð.

„Ég er að gera mig að fífli hérna,“ sagði leikkonan um nálina í hendinni.

„Ég elska vökva í æð, ég er ein af þeim sem byrjaði snemma í því,“ sagði hún og bætti við að glútaþíon og fosfatidýlkólín væru í uppáhaldi hjá henni.

Dagleg rútína

Gwyneth sagði að hún fasti (intermittent fasting) og borði fyrstu máltíðina um hádegisbil. Þá passar hún sig að „fá mér ekki neitt sem hækkar blóðsykurinn.“

„Ég elska súpu, ég fæ mér oft beinasoð,“ sagði hún.

„Ég reyni síðan að hreyfa mig í einn klukkutíma, þannig ég fer í göngu eða pílates eða geri æfingu eftir Tracy Anderson.“

Eftir æfingu sagði Gwyneth að hún þurrbursti líkama sinn og fari í innrauða þurrgufu í 30 mínútur.

Lífsstílsfrömuðurinn sagðist borða eftir paleo mataræðinu og að hún fái sér mjög mikið af grænmeti í kvöldmat „til að hreinsa líkamann (e. detox).“

@dearmedia #gwynethpaltrow shares her daily wellness routine on The Art Of Being Well, listen now 🎧 #wellnessroutine #healthandwellness #healthylifestyle #routines #goop #podcastclips ♬ Aesthetic – Tollan Kim

Myndband úr þættinum fór á mikla dreifingu um TikTok. Netverjar hafa gagnrýnt leikkonuna fyrir að deila þessum venjum með öðrum undir því yfirskini að þetta séu „heilsuvenjur“ og bæti heilsuna, þeir segja að þetta séu ekki heilsuvenjur heldur venjur einhvers sem sveltir sig og á í óheilbrigðu sambandi við mat. Þar að auki spyrja margir sig af hverju hún sé alltaf að hreinsa líkamann og alltaf að auglýsa það, en það er mikið um alls konar vörur, drykki og annað því tengdu á lífsstílsvef hennar goop.com. Það er sérstakur undirflokkur á síðunni sem heitir: „The Detox Shop“.

@dearmedia Sign us up to have an IV while recording a pod 🙋‍♀️ #gwynethpaltrow #ivdrip #wellnesstips #healthandwellness #goop #podcastclips ♬ Aesthetic – Tollan Kim

„Hún er óþolandi,“ segir einn netverji.

„Hún lítur út fyrir að vera veik, þannig hversu mikið er vökvinn í æð að hjálpa?“

„Mamma allra möndlumamma. Hvað er hún að hreinsa líkamann af ef hún borðar ekkert? Hún er alltaf í [detox]. Þetta er einhvers konar þráhyggja og líkist átröskun, þetta virkar ekki heilbrigt.“

Næringafræðingar vara við

Næringarfræðingar hafa einnig gagnrýnt leikkonuna opinberlega og vara við ráðum hennar. BuzzFeed greinir frá.

„Á morgnanna fær hún sér kaffi, sellerísafa og sítrónuvatn. Þetta eru ekki máltíðir, þetta eru drykkir. Meira að segja þegar hún fær sér hádegismat, þá sagðist hún fá sér græna súpu eða beinasoð. Það telst varla vera matur, þetta er vökvi, þetta eru drykkir. Á kvöldin fær hún sér máltíð sem samanstendur aðallega af grænmeti. Þetta er mjög takmarkað mataræði,“ sagði næringarfræðingurinn Sammi Haber Brondo í samtali við miðilinn og bætti við að lifrin okkar og nýrun sjá um að hreinsa líkamann og engin þörf sé fyrir „detox“.

Brondo sagði að ráð Paltrow væru vafasöm og gætu verið hættuleg öðrum. „Það mun alltaf vera allavega ein manneskja sem sér þetta og hugsar: „Ah, þetta þarf ég að gera.““

Gwyneth Paltrow. Mynd/Getty

Annar næringarfræðingur, Kathleen Meehan, benti á að bandaríska leikkonan væri örugglega ekki að borða nóg.

„Eitt sem ég tók eftir þegar ég hlustaði á þáttinn, var að Gwyneth vinnur hörðum höndum að því að líða vel. Hún gerir alls konar mismunandi hluti, sem eru óaðgengilegir flestum okkar, og ég held að það tengist því að hún þurfi að borða meira. Þegar við borðum ekki nóg þá líður okkur ekki vel,“ sagði hún.

Gwyneth Paltrow hefur ekki tjáð sig um gagnrýnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum