fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fókus

Hitler dreymdi um frægð sem listamaður – Var hæfileikalaus en falsanir á verkum hans hala inn gríðarlegar upphæðir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngu áður en Adolf Hitler hóf að spúa eitri sínu um yfirburði hvíta kynstofnsins, hatur sitt á öðrum kynþáttum og nauðsyn þess að draga þjóð sína út í hryllilega styrjöld, dreymdi hann um öllu friðsamlegra hlutskipti. 

Hitler dreymdi um frama sem listamaður á yngri árum.

Adolf Hitler vildi verða listamaður og hafði mikla trú á eigin hæfileikum. Það var Hitler því mikið áfall að fá ekki inngöngu í Listaháskólann í Vín, synjunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti eins og Hitler skráði í ævisögu sína, Mein Kampf, sem kom út árið 1925. 

Hitler var slakur námsmaður og hætti í skóla 16 ára gamall. Hann taldi sig aftur á móti eiga vísan mikinn frama á listasviðinu og flutti til Vínar, sem var eins konar mekka lista, menningar og arkitektúrs í upphafi síðustu aldar.

Hitler taldi sín bíða þar frægð og frami en dómnefnd Listaháskólans var ekki jafn hrifin. 

Voru verk hans, sem aðallega eru af byggingum eða náttúrumyndir, talin óspennandi og ófrumleg og gjörsamlega laus við ímyndunarafl, hvað þá hæfileika. 

Afkastamikill við málunina

Hitler var samt sem áður afkastamikill og málaði rúmlega 2000 málverk um ævina. En það eru margfalt fleiri verk eignuð hinum brjálaða einræðisherra.

Framtakssamir aðilar voru nefnilega fljótir að átta sig á því að það er mikla peninga að hafa upp úr fremur slöppum vatnslitateikningum eins mesta illmennis mannkynssögunnar. 

Sem dæmi má nefna réðst þýska lögreglan réðst inn í Kloss uppboðshúsið í janúar árið 2019 og gerði upptæk þrjú verk merkt A. Hitler sem sögð voru máluð á árunum 1910 til 1911.

Eitt verka Hitlers.

Öll voru þau fölsuð en val hafði verið staðið að fölsuninni og fylgdi þeim vel fölsuð eigendasaga og upprunavottorð. Hvert þeirra var metið á um 4500 evrur eða ríflega 700 þúsund krónur íslenskar. 

Það leikur vafi á hvort uppboðshúsið var meðsekt eða hvort forsvarsmenn þess voru blekktir en fulltrúi Kloss sagði falsanirnar sennilega betri en verk Hitlers. Verk hans hafa ekkert listrænt gildi. Það er hægt að labba meðfram Signu og það er öruggt að 80% listamannanna sem selja verk sín þar eru hæfileikaríkari en Hitler nokkurn tíma var. 

Af hverju uppboðshúsið var þá að taka við meintum listaverkum Hitlers fylgdi þó ekki með í yfirlýsingu uppboðshússins. 

Milljónir á milljónir ofan

Aðeins mánuði síðar, í febrúar 2019, réðst lögregla inn í annað uppboðshús, Weidler að nafni, og gerði upptæk hvorki meira né minna en 63 verk merkt A. Hitler. Aðeins fimm þeirra reyndust vera eftir einræðisherrann.

Og í þetta skiptið voru yfirvöld nóg viss um að uppboðshúsið væri með í svindlinu að málið var sent á borð saksóknara. 

Í uppboðsgögnum Weidler kemur fram að lágmarksboð í myndirnar voru allt frá nokkur hundruð evrum og upp í yfir 100 þúsund evrur, eða um 15,6 milljónir íslenskra króna.

Vatnslitamyndir Hitlers þykja ekki góðar. En nafnið selur.

Breska tímaritið Prospect fullyrðir enn fremur að frá 2009 til 2018 hafi 77 verk, eignuð Hitler, verið seld af Mollocks uppboðshúsinu á 271 þúsund evrur, eða rúmlega 42 milljónir króna.

Mollocks má þó eiga að hafa tekið fram að ekki væri unnt að sanna af eða á hvort um verk eftir Hitler væri að ræða en segir fólk samt sem áður hafa staðið í röðum í von um að eignast verk eftir einhvern versta fjöldamorðingja allra tíma. 

Af hverju?

Sem eðlilega vekur upp spurningu um af hverju í ósköpunum myndi einhver vilja hafa slappa vatnslitamynd eftir Adolf Hitler, af öllum mönnum, uppi á vegg hjá sér? Fyrir utan einstaka ofstækisfullan nýnasista? 

Til að mynda keypti milljarðamæringurinn Billy Price svo að segja öll verk Hitlers sem hann komst yfir á níunda áratugnum. Ekki nóg með það heldur keypti hann flestallt úr eigu Hitlers sem hann komst yfir, meira að segja hnífapör Hitlers, vínrekka og grammófón Evu Braun. 

Price keypti meira að segja rúm Hitlers og ekki nóg með það. 

Hann svaf í því.

Og enn hækka verðin

Price sagði af og frá að hann væri hliðhollur nasisma á nokkurn hátt og benti á að hann safnaði einnig verkum Churchill og Roosevelt en báðir leiðtogarnir dunduð sér við að mála í frístundum.  Hann seldi síðar meirihluta verkanna.

Blóm eftir Hitler.

Ástæðan fyrir því hversu lífleg fölsun á verkum Hitlers er hefur ekkert með listrænt gildi þeirra að gera. Listaverkasalar það vera einna helst sögulegan áhuga á óhugnaði sem haldi eftirspurninni upp. 

Og þótt það ólöglegt að selja fölsuð listaverk er fullkomlega löglegt að stunda viðskipti ófölsuð verk. Jafnvel þau sem eru eftir eitt mesta illmenni mannkynssögunnar. 

Og það sem meira er, verk Hitlers hækka bara í verði, ár frá ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þakti heimili sitt með eigin kroti

Þakti heimili sitt með eigin kroti
Fókus
Í gær

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“