fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag

Fókus
Föstudaginn 3. febrúar 2023 09:55

Ingólfur Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur gefið út nýtt lag. Um er að ræða fyrsta nýja efnið sem kemur frá honum í þó nokkurn tíma en lítið hefur farið fyrir honum undanfarið tvö eftir að fjöldi nafnlausra frásagna birtist þar sem Ingólfur var sakaður um kynferðisofbeldi.

Nú virðist Ingó kominn aftur úr þessari pásu sinni og hefur gefið út lagið Gítarinn

Ingó segir í færslu á Facebook að hann elski fátt meira en að búa til tónlist. Síðustu 2 ár hafi verið lærdómsrík og hafi margir haldið að hann væri hreinlega hættur í tónlist og hafi sett gítarinn upp á hillu.

„Ég hef haft tíma til að spá í tónlist og mig langaði að gefa frá mér lag sem ég er ákaflega stoltur af. Ég hef alltaf komið til dyranna eins og ég er klæddur hvað varðar texta í lögunum mínum og í þessu er engin breyting.

Þetta lag var samið áður en ég fékk bestu fréttir lífs míns að ég væri að verða faðir sem hefur einnig hvatt man til að einblína á allt það sem er jákvætt.“ 

Texti lagsins fjallar um mann sem allir hafi snúið bakinu við og hefur ekkert nema gítarinn. „Hann situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá. Gítarinn er það eina sem hann á.“

Ingó stefnir svo á stórtónleika þann 10. mars undir yfirskriftinni „Loksins gigg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus