fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Vill að eiginkonan íhugi trekant með frænku sinni

Fókus
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður vill fara í trekant með eiginkonu sinni og frænku hennar en veit ekki hvernig hann á að fara að því að spyrja frúna.

Hann leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Fyrir mörgum árum fór eiginkona mín í trekant með bestu vinkonu sinni og kærasta vinkonunnar. Ég myndi elska að fara í trekant með henni og kynþokkafullu frænku hennar, en ég veit ekki hvernig ég á að spyrja hana,“ segir maðurinn.

Hann segir að þau hafa alltaf verið ævintýragjörn í rúminu og að eiginkonan elskar að klæða sig upp, honum til mikillar ánægju.

„Hún á alls konar leikföng, svipur og handjárn. Þetta er algjör paradís,“ segir hann.

Kynlífsjátningar

Maðurinn segir að hann og eiginkona hans fóru að tala um ástarsambönd og kynlíf áður en þau kynntust. „Hún var frekar villt í háskóla og gerði ýmislegt klikkað en það kom mér samt á óvart þegar hún sagði að hún hefur einu sinni farið í trekant með bestu vinkonu sinni og kærasta hennar,“ segir hann.

„Hún sagði að hún hafi verið drukkin og að kynlífið hafi ekki verið neitt sérstakt. Hún sagðist ekki vilja gera þetta aftur en gæti ímyndað sér hjónaskipti (e. swinging). Ég var í áfalli yfir þessum játningum hennar og veit núna að ég gæti aldrei séð hana með öðrum karlmanni, ég er allt of afbrýðisamur fyrir það. En ég var hrifinn af hugmyndinni um trekant með annarri konu. Ég get ekki hætt að hugsa um það.“

Hann er með ákveðna konu í huga, frænku eiginkonu sinnar. „Hún er týpan sem er til í hvað sem er. Hún er alltaf að daðra við mig,“ segir hann.

„Eiginkona mín hlær bara þegar ég nefni þetta. Hvernig fæ ég hana til að vera til í þetta?“

Mikilvægt að allir séu til í tuskið

Deidre svarar manninum og segir að það eigi aldrei að þurfa að sannfæra einhvern um að taka þátt í kynlífsathöfn.

„Ef sambandið ykkar er sterkt þá ættirðu að geta talað við hana um hvað sem er, sérstaklega kynlíf,“ segir hún og bætir við að þó það virki fyrir suma að bæta öðrum aðila við sambandið/kynlífið þá er mjög mikilvægt að báðir aðilar séu til í það.

„Það ætti aldrei að þurfa að sannfæra einhvern um að taka þátt. Þú sagðist vera mjög afbrýðisöm týpa og það er viðvörunarmerki um að þetta sé ekki fyrir ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins