fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Tókst loksins að setja tappann í flöskuna eftir eymdarlega upplifun með dóttur sinni

Fókus
Föstudaginn 8. desember 2023 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Charlie Sheen hefur haldið sig á snúrunni síðustu fimm árin. Þótti mörgum tími kominn til eftir að leikarinn rataði ítrekað á síður slúðurmiðla fyrir neyslu vímugjafa. Hann hefur opinskátt rætt um baráttu sína við fíkn, en hann segist hafa snúið við blaðinu eftir hryggilegt atvik þar sem dóttir hans kom við sögu.

„Eftir mánuð fagna ég sex árum án vímugjafa. Ég lifi mjög reglusömu lífi í dag. Snýst allt um að vera einstæður faðir að ala upp 14 ára tvíburasyni mína, Max og Bob,“ segir Sheen í samtali við People.

„Nú vakna ég milli hálf fimm og fimm, næ að fylgjast með fyrstu fréttum dagsins, gera æfingarnar mínar og svara tölvupóstum. Svo vek ég krakkana og hjálpa þeim við morgunverkin – ef morgunverk má kalla. Ég elskaði áður að fá mér í glas á morgnanna. Elskaði að setja smá viskí út í kaffið.“

Hætti morguninn eftir skutlið

Hann hætti þó að elska morgundrykkju eftir atvik árið 2017, sem varð orsök þess að hann setti tappann í flöskuna.

„Einn morguninn þá hafði ég gleymt því að dóttir mín átti tíma bókaðan sem ég hafði lofað að skutla henni í, og þá hafði ég þegar fengið mér nokkra þann daginn. Ég þurfti því að hringja í félaga minn, Tony, til að skutla okkur. Við komumst á réttum tíma, en mig verkjaði í hjartað því dóttir mín sat í aftursætinu og ég gat bara séð að hún var að spyrja sig hvers vegna pabbi væri ekki að keyra. Svo þegar ég kom heim þá set þetta í mér allan daginn. Morguninn eftir hreinlega hætti ég.

Ég hugsa að fyrsta mánuðinn hafi ég haldið þetta út því ég hugsaði að ég ætlaði að gefa þessu mánuð og svo sjá til hvort mér liði eitthvað betur og hvort samskipti mín við mína nánustu bötnuðu. Og það var raunin. Þá hugsaði ég, allt í lagi, ég gef þessu annan mánuð. Þá var ég komin upp á lag með þetta.“

Sheen segir að þarna hafi hann séð skýrt að hann væri á réttri leið. Líf hans hafði batnað til muna og gat hann ekki lengur logið því að sér að drykkja hans hafi ekki verið neitt vandamál.

Aftur maðurinn sem hann var

Nú er svo komið að Sheen segist treysta sér aftur fram í sviðsljósið. Hann ætlar þó að taka það í litlum skrefum til að meta hvort almenningur sé tilbúinn að fyrirgefa honum. Hann kemur til að byrja fram sem gestaleikari í þáttunum Bookie og segist hlakka til að skemmta fólki með leik sínum að nýju.

„Það var í lengri tíma sem það fór rosalega gott orð af mér hvað vinnuna varðar. Ég var fyrstur til að mæta og síðastur til að fara. Ef ég efaðist eitthvað um getu mína þá bætti ég það með því að undirbúa mig alltof vel. Ég passaði að haka við öll box. Svo bara hvarf þetta. Svo ég er mjög spenntur að verða sá maður aftur.

Ég er stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið og þær breytingar sem ég hef gert svo ég megi í dag lifa lífi sem á ekkert skylt við það hrúgald sem ég var orðinn. Það er bara óeðlileg útgáfa af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“