fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Nýjar vendingar í stóra framhjáhaldsskandal morgunsjónvarpsins – Sögð brjáluð yfir að fyrrverandi makar þeirra séu nú saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. desember 2023 08:41

Frá vinstri: Andrew Shue, Amy Robach, T.J Holmes og Marilee Fiebig/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan reið framhjáhaldsskandall yfir morgunsjónvarp Bandaríkjamanna.

T.J. Holmes og Amy Robach, tvær skærustu sjónvarpsstjörnur ABC, stýrðu saman þriðja tímanum í vinsæla morgunþættinum Good Morning America um árabil.

Holmes og Robach. Mynd/Getty

Í byrjun desember í fyrra komst upp um ástarsamband þeirra en þau höfðu bæði verið gift síðan 2010.

T.J. Holmes, 46 ára, var giftur Marilee Fiebig, 45 ára, og Amy Robach, 50 ára, var gift Andrew Shue, 56 ára.

Holmes og Robach fóru frá mökunum sínum í ágúst samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs og hófu formlegt – en leynilegt – samband. Aðrar heimildir halda því hins vegar fram að þau hafi verið byrjuð að stinga saman nefjum áður en þau slitu samvistum við þáverandi maka.

T.J. Holmes, Marilee Fiebig
T.J. Holmes og Marilee Fiebig. Mynd/Getty

Sjónvarpsstjörnunum var sagt hjá ABC í kjölfarið. Þau hafa lifað nokkuð rólegu lífi síðan þá en ákváðu að snúa til baka í sviðsljósið og hafa byrjað saman með hlaðvarpsþátt. Það vakti athygli þar til eitthvað annað vakti miklu meiri athygli. Fyrrverandi makar þeirra eru nú par. Þau eru sögð í uppnámi því þeim þykir þessar fregnir varpa skugga yfir nýja hlaðvarpsþátt þeirra.

Page Six greindi frá því að Marilee Fiebig og Andrew Shue væru nú par eftir að hafa tengst sterkum böndum eftir að hafa gengið í gegnum sama áfallið.

Andrew Shue and Marilee Fiebig
Marilee Fiebig og Andrew Shue.

Samkvæmt heimildum miðilsins voru þau ekki náin fyrir ári síðan, en það breyttist eftir að veröld þeirra fór á hvolf og hjónaband þeirra beggja splundraðist fyrir augum heimsbyggðarinnar.

Að sögn heimildarmanns Page Six urðu þau fyrst góðir vinir en fyrir um hálfu ári síðan hafi þau byrjað að deita og eru nú ástfangin.

En það er ekki það sem Robach heldur. Samkvæmt miðlinum eru Robach og Holmes „brjáluð“ að fréttir um samband fyrrverandi maka þeirra bárust í sömu viku og fyrsti hlaðvarpsþátturinn fór í loftið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Amy Robach (@ajrobach)

Að þeirra sögn telur Amy sinn fyrrverandi vera að „stela athyglinni frá henni“ og að það sé engin tilviljun að þetta hafi allt komið fram í sömu vikunni.

Hins vegar samkvæmt öðrum heimildum getur þetta ekki verið satt þar sem Shue og Fiebig kjósa helst að halda einkalífinu úr sviðsljósinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“