fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Fókus
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórleikarinn Bruce Willis berst nú við sjaldgæfa framheilabilun sem veldur miklum persónuleikabreytingum. Hann greindist með sjúkdóminn í ársbyrjun þó einkennin hafi verið farin að gera vart við sig snemma á síðasta ári.

Heimildarmenn US Weekly tímaritsins segja að heilsu leikarans hraki hratt.

„Bruce á góða daga og hann á slæma daga, en síðustu tvo mánuði hafa slæmu dagarnir verið mun fleiri en þeir góðu,“ segir heimildarmaður blaðsins.

Fjölskylda leikarans hefur staðið þétt við bak hans í veikindunum og hafa núverandi eiginkona hans, Emma Heming, og fyrrverandi eiginkona hans, Demi Moore, snúið bökum saman. Þá hafa börn leikarans hugsað vel um föður sinn.

„Veikindin hafa gert fjölskylduna enn samheldnari. Það veit enginn hvað Bruce á mikinn tíma eftir þannig að það eru allir að reyna að njóta hverrar einustu stundar með honum,“ segir heimildarmaður US Weekly.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni