fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Taylor Swift er manneskja ársins hjá Time

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 13:14

Taylor Swift er ein stærsta poppstjarna heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hefur verið útnefnd manneskja ársins hjá tímaritinu Time. Þessi 33 ára tónlistarkona hefur vægast sagt átt frábært ár og er vel að nafnbótinni komin.

Þetta er í fyrsta skipti í 96 ára sögu tímaritsins á vali á manneskju ársins sem einstaklingur úr skemmtanaiðnaðinum er einn útnefndur. Tónlistarmaðurinn Bono var í hópi nokkurra einstaklinga sem valdir voru árið 2005.

Aðalritstjóri Time, Sam Jacobs, segir að ekki nokkur manneskja búi yfir sömu hæfileikum og Swift til að að hreyfa við fólki. Hún sé ein af fáum sem er bæði höfundur og hetja sinnar eigin sögu.

Í tilefni af valinu er Swift í viðtali við tímaritið og þar horfir hún til baka á árið 2023. Swift varð formlega milljarðamæringur á árinu og var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify. Þá hóf hún tónleikaferðalag sitt, Eras Tour, í mars síðastliðnum og var slegist um miðana.

Óhjákvæmilega var einkalíf hennar í sviðsljósinu en hún byrjaði síðsumars með ruðningskappanum Travis Kelce.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga