fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Barneignaferli tvíburasystranna eins og bíómynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2023 20:29

Steinunn og Stefanía Svavarsdætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar söngkonan Stefanía Svavarsdóttir lýsir barneignaferli hennar og tvíburasystur hennar er eins og hún sé að lýsa söguþræði í bíómynd. Hún segir frá þessu í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Árið 2020 var erfitt fyrir Stefaníu. Hún komst að því að hún væri óvænt ólétt en á þeim tíma voru erfiðleikar í sambandi hennar og barnsföður hennar og þau hættu saman þremur mánuðum seinna. Hún var þá einstæð með lítið barn en hún var ekki ein.

Hún rifjar upp daginn sem hún komst að því að hún væri ólétt og hringdi í tvíburasystur sína, Steinunni Svavarsdóttur.

„Ég hringdi í hana og sagði henni að ég væri ólétt og hún var jafn hissa og ég. Hún sagði: „Það er eitthvað skrýtið í gangi hjá mér, ég er ekki byrjuð á blæðingum. En það er örugglega ekki neitt.“ Síðan hringdi hún í mig daginn eftir og sagði mér að hún hafi pissað á próf og væri ólétt,“ segir Stefanía.

„Þetta er eins og ein stór lygasaga. Svo fórum við í mæðravernd og vorum settar 5. og 6. desember, og eignuðust börnin 10. og 11. desember. Systir mín hafði hætt með barnsföður sínum viku áður en hún komst að því að hún væri ólétt. Þannig við ákváðum að flytja inn saman, vorum saman óléttar og saman í fæðingarorlofi og það var stórkostlegt. Þetta var alveg eins og bíómynd,“ segir hún.

„Að öllum feðrum ólöstuðum, en að vera með annarri konu í fæðingarorlofi var alveg geggjað.“

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan, brotið er hluti af síðasta þætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Stefaníu á Instagram og smelltu hér til að hlusta á tónlistina hennar á Spotify.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Hide picture