fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Kynlífsráð sjónvarpsstjörnunnar harðlega gagnrýnt

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 10:29

Kristin Cavallari. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari hefur sætt harðri gagnrýni fyrir kynlífsráð sem hún deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Cavallari, 36 ára, var gift NFL-leikamanninum Jay Cutler. Þau eiga saman þrjú börn og skildu árið 2020.

Hún hóf raunveruleikaferil sinn í þáttunum Laguna Beach og The Hills. Síðan þá hefur hún rekið eigið lífsstíls merki, Uncommon James.

Cavallari er einnig með hlaðvarpsþáttinn Let‘s Be Honest og í nýjasta þættinum gaf hún hlustendum ráð. Hún sagði það ekki skipta máli hvenær þú sefur hjá karlmanni.

Í þættinum, það má sjá umrætt brot á Instagram-síðu hennar, svaraði hún spurningum aðdáenda. Ein kona spurði: „Hvað áttu að fara á mörg stefnumót með karlmanni áður en þú sefur hjá honum?“

Cavallari sagði að áður fyrr hafi hún trúað því að best væri að „láta karlmann bíða í þrjú eða fjögur stefnumót“ en nýlega hafi hún áttað sig á því að það væri fáránlegt.

„Ég held að það skipti engu máli. Það skiptir engu máli! Ef þú sefur hjá honum á fyrsta eða tíunda stefnumótinu, ef það er enginn neisti eða engar tilfinningar til staðar, þá skiptir það ekki máli,“ sagði hún.

@kristincavallariWhat do you think?? Agree? New episode of Lets Be Honest is out!

♬ original sound – Kristin Cavallari

Margir hefðu haldið að tímarnir væru breyttir og sú hugmynd um að virði konu minnki við samfarir sé út í hött, en miðað við athugasemdir netverja eru enn sumir þeirrar skoðunar.

„Ömurlegt ráð,“ sagði ein kona.

„Er það svona sem þú vilt að dóttir þín eða einhver sem giftist syni þínum hugsi?“ sagði önnur.

Fjöldi karlmanna skrifuðu einnig við færsluna. „Sem karlmaður, sorrí, en ég hef lægra álit á konu sem sefur hjá á fyrsta stefnumóti, kannski er það ekki sanngjarnt en þannig líður mér,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“