fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Ástæðan fyrir því að Melania Trump var ekki með á jólamynd fjölskyldunnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2023 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli að fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, hafi verið fjarverandi á jólamynd Trump-fjölskyldunnar.

Samkvæmt Page Six var engin dramatísk ástæða fyrir því heldur var hún ekki með því hún hefur verið að hugsa um veika móður sína.

Heimildarmaður nátengdur Trump-fjölskyldunni sagði við miðilinn að móðir Melaniu, Amalija Knavs, hafi glímt við mikil veikindi undanfarið og sé nú á sjúkrahúsi, þar sem Melania var við hlið hennar þegar jólapartý fjölskyldunnar fór fram og umrædd mynd var tekin.

„Fjölskylda hefur alltaf skipt Melaniu miklu máli,“ sagði heimildarmaður Fox News.

„Þannig það ætti ekki að koma neinum á óvart að hún hafi eytt jólunum með veikri móður sinni.“

Mynd/Instagram

Fjölmiðlakonan og unnusta Donald Trump Jr., Kimberly Guilfoyle, deildi myndinni af fjölskyldunni í Story á Instagram. Hún var tekin á sveitasetri fyrrverandi forsetans við Mar-a-Lago í Flórída.

Á bak við föður sinn stendur hinn sautján ára gamli Barron Trump, orðinn hávaxnari en allir í fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta