fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

„Pabbi hans henti honum út á 18 ára afmælisdaginn hans. Ég var mjög ósammála þeirri nálgun og fór að hitta son minn á laun“

Fókus
Mánudaginn 11. desember 2023 10:32

Dagbjört Ósk og Tinna Barkardóttir. Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er fjögurra barna móðir úr Reykjavík. Hún fæddist inn í alkóhólískt umhverfi og hefur því alla tíð verið meðvirk að hluta til. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman. Hún er ein þeirra sem stóð að mótmælum sem fram fóru við Alþingishúsið 9. desember en þar var svokölluðum dauðalista mótmælt og aðgerðaleysi stjórnvalda.

Dagbjört eignaðist sitt fyrsta barn 18 ára gömul og öll sín fjögur á sex árum.

„Elsti sonur minn er 37 ára, sonur minn sem fæddist annar í röðinni lést aðeins eins og hálfs árs gamall eftir að hafa fengið vírus í lungun og var það mikið högg. Ég tel hann samt alltaf með því ég er mamma hans,“ segir hún.

„Uppáhalds alkóhólistinn minn er 32 ára,“ segir hún hlæjandi. „Og svo eina stelpan mín er þrítug“.

Fór fyrst í afneitun

Aðspurð hvernig hún tók því þegar sonur hennar byrjaði að neyta vímuefna segist hún hafa farið í mikla afneitun í töluverðan tíma og hreinlega ekki trúað því. Í kjölfarið tók við tímabil þar sem Dagbjört grét mikið og óstjórnlega.

„Ég og faðir hans vorum algjörlega á öndverðu meiði og mjög ósammála hvað varðar nálgun og hvernig best væri að umgangast son okkar og hans veikindi. Pabbi hans henti honum út á 18 ára afmælisdaginn hans. Ég var mjög ósammála þeirri nálgun og fór að hitta son minn á laun.“

Við tók líf á götunni hjá syni Dagbjartar. Hann svaf á stigagöngum, tannburstaði sig og sturtaði sig í sundlaugum.

„Ég og faðir hans skildum þegar hann hafði búið á götunni í þrjú ár. Hann flutti þá til mín en var þá orðinn eins og útigangsköttur, bara illa farinn eftir þetta götulíf.“

Refsað fyrir að falla

Dagbjört leggur áherslu á hvernig hún sér veikindi sonar síns og annarra í sömu stöðu og hversu ömurlegt það er að yfirvöld skuli ekki virða þá einstaklinga líkt og aðra, sem veikjast af öðrum sjúkdómum.

„Ef þú veikist af fíknisjúkdóm er þér refsað fyrir að falla eða fara í fíkn og örvæntingu og rjúka út úr meðferð til dæmis, sem er einkennandi fyrir sjúkdóminn. Þér yrði aldrei refsað fyrir að krabbameinið myndi taka sig upp aftur og þér sagt að bíða í níu mánuði eftir annarri meðferð“.

Dagbjört ræðir einnig um þá lækna sem útvega veikum einstaklingum lyf í skaðaminnkandi tilgangi.

„Læknar sem aðstoða veika einstaklinga við að eiga mannsæmandi líf eru hreinlega í gapastokknum. Ríkið notar svo jafn mikla peninga, eða meiri, í gistiskýli eins og kostar að reka Krýsuvík. Þetta er galið“.

Erfiður tími fram undan

Það er erfiður tími fram undan, jólin, en Dagbjört hefur alltaf verið heppin að því leyti að sonur hennar er ekki ofbeldishneigður eða ógnandi svo hún getur alltaf haft hann hjá sér.

„Við erum mjög náin en það er ofboðslega erfitt að horfa upp á hann veslast upp og ég segi það við hann.“

Hún segir okkur einnig frá ungum strákum sem búa á götunni og halda til í gistiskýlinu, verða fyrir nauðgunum þar, rændir og fleira hrikalegt, það er þeirra veruleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi