fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Amma er komin með nóg af vanþakklátu barnabörnunum

Fókus
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er gott að leita til þriðja aðila með vandamálin. Sá aðili þekkir ekki málsaðila og getur gefið hlutlaust mat sem er laust við tilfinningar. Tilfinningar sem geta stundum borið skynsemina ofurliði. Það nenna þó ekki allir að snúa sér til sálfræðings, enda getur það verið dýrt. Þá er nú gott að gjarnan er hægt að fá ráðleggingar í skjóli nafnleyndar frá ráðgjöfum sem skrifa fyrir fjölmiðla.

Einn slíkur dálkur kallast kæra Abby. Að þessu sinni leitaði eldri kona ráðlegginga sökum barnabarna sinna.

Vanþakkát börn

„Kæra Abby. Árum saman höfum við hjónin gefið sex barnabörnum mínum, sem búa í öðrum bæjarfélögum, höfðinglegar gjafir. Fyrir þetta fáum við nánast engar þakkir eða viðurkenningu. Þetta særir tilfinningar mínar því ég legg mikla hugsun, sem og peninga, í að velja eitthvað sérstakt fyrir hvert og eitt þeirra.

Þeim er greinilega alveg sama, en þegar við sendum bara ávísun, án þess að vita hvað þau eru að lesa, hverju þau klæðast eða hvað þeim langar í, þá leysa þau peninginn alltaf út. Það sama á við um gjafakort. Þetta árið gefum við foreldrum þeirra gjafir, okkar eigin börnum. Punktur. Barnabörnin fá kiljuna þína Abby um bréfaskriftir og þar með talið kaflann sem fjallar um þakkarbréf. Sendu mér endilega sendu mér fjórar kiljur fyrir lok nóvember. Kveðja pirruð amma í Oregon.“

Þó svo erindi ömmunnar sé fremur sett upp sem fyrirspurn um bókakaup ákvað Abby að svara. Enda er þetta ekki fyrsta sára amman sem hefur samband. Abby tók fram að það væri leitt að amman tæki ekki fram á hvaða aldri barnabörnin eru. En ef þau eru enn ung þá sé vandinn ekki þeirra heldur foreldranna.

„Þau ættu að hafa kennt börnum sínum þessa sjálfsögðu kurteisi síðan þau urðu nægilega gömul til að halda á penna. Sumt fólk frestar þessu því þau kunna ekki að koma tilfinningum síum á blað og óttast að orða hlutina illa. Þau halda ranglega að þakkir þurfi að vera í löngu og tilfinningaþrungnu máli, en í raun dugar að senda stutt og hnitmiðað bréf.

Þess vegna skrifaði ég kiljuna „Hvernig skal skrifa bréf“. Þar má finna dæmi um þakkarbréf í kjölfar afmæla, steypiboða og brúðkaupa, sem og bréf sem má senda í kringum hátíðirnar.“

Abby tók fram að margir megi taka erindi ömmunnar til sín. Þó svo tækniframfarir hafi gert það að verkum að handskrifuð bréf heyra nánast sögunni til þá sé það góður vani að taka upp pennann og skila þökkum til þeirra sem hafa lagt á sig vinnu og álag til að gleðja. Í versta falli megi nota samfélagsmiðla, það sé skömminni skárra en að þakka bara alls ekki fyrir sig. Jafnvel stutt og kalt: Takk sé betra en ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“