fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Tilfinningaþrungin færsla Vitalíu – Á sér eina ósk þetta árið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 12:03

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitalía Lazareva varð 26 ára í gær. Í færslu sem hún birtir á Instagram segir hún síðustu ár hafa mótað sig á skömmum tíma, hún viti að lífið sé alls konar og að lífið hafi kennt henni alls konar. Hún segist trúa því að fólk, þar á meðal hún sjálf, taki aldrei ákvarðanir sem ætlað er að skaða aðra. 

„Síðustu nokkur ár í lífi mínu hafa mótað mig að þeirri manneskju sem ég varð á þeim skamma tíma. Ég veit að lífið er allskonar og eitt er ég viss um, að sjaldnast er lífið flatt. Ég er og verð ávallt þakklát foreldrum mínum fyrir að gefa mér þetta líf, því án þeirra væri ég hreinlega ekki til, í bókstaflegri merkingu orðsins.“

Mál Vitalíu hefur verið í brennidepli fjölmiðla og þjóðfélagsumræðu síðustu ár, eftir að hún steig fyrst fram í hlaðvarpinu Eigin konur og greindi frá meintri misnotkun þjóðþekktra manna, sem hún kærði fyrir kynferðisbrot. Málið var fellt niður, sem og kæra mannanna gegn Vitalíu fyrir meinta fjárkúgun.

„Aldurinn hefur fært mér meiri ró og kennt mér að lífið mitt er mitt eigið til að klúðra því eða sigra það, ég hef misst nákomna fjölskyldumeðlimi, vini og óvini á þessum árum og lært að allir þar með talin ég geri það sem hentar hverju sinni, því jú við öll erum víst að eltast við að lifa lífinu okkar. Ég vil trúa því að mínar og annarra manna ákvarðanir eru aldrei áætlaðar til að valda hvort öðru skaða, stundum þurfum við að prufa að setja á okkur gleraugu náungans til að skilja hvort annað. Óskin mín þetta árið er hreinlega að fá að eldast, þroskast, nærast og fyrst og fremst að finna ástæðu til að brosa oftar.“

Mynd: Skjáskot Instagram
Mynd: Skjáskot Instagram
Mynd: Skjáskot Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina