fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Ungur maður dó í fanginu hans – „Hann var heima hjá mér í tvo daga, bara grátandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 12:29

Gunnar Ingi Valgeirsson rifjar upp viðtalið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gunnar Ingi Valgeirsson, þekktur sem Major Pink, var gestur í Fókus, spjallþætti DV, á dögunum.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi er maðurinn á bak við átakið Lífið á biðlista sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Átakið er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Hann hefur tekið viðtöl við sex einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að annað hvort hafa verið á biðlista eða vera á biðlista. Nokkrir aðilar mættu í viðtalið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, einn mætti skjálfandi með rauðvínsbelju og drakk á meðan viðtalinu stóð.

Gunnar Ingi varð sjálfur edrú fyrir tíu mánuðum og segir það að fá virka fíkla í viðtal hafi ekki verið triggerandi, heldur hafi hann fundið til með þeim. Hann var þarna sjálfur fyrir stuttu og skilur hvað þau eru að ganga í gegnum.

„Eins og þessi maður sem kom með rauðvínsbeljuna. Saga hans er rosaleg. Hann fór inn á Vog í geðrofi og kvíðakasti og höndlaði ekki breytinguna. Búinn að vera í mjög harðri neyslu í langan tíma. Hann hljóp út af Vogi og sá eftir því strax. Hann hringdi í SÁÁ í von um að fá að koma aftur, og það var pláss inni á Vogi til að taka við honum aftur. En eina sem hann fékk var: Þú getur fengið ráðgjafaviðtal eftir þrjár vikur. Það er það eina,“ segir Gunnar Ingi.

Sjá einnig: Mætti skjálfandi í viðtal með rauðvínsbelju

„Hann þarf aftur að bíða í níu mánuði til að komast inn. Hann fór í gistiskýlið þar sem ungur drengur lést úr ofneyslu í fanginu hans. Það var engin hjálp. Hann var í áfalli, það var svo erfitt að horfa upp á þetta. Ég þekkti hann aðeins fyrir og tók hann heim til mín. Hann var í virkri neyslu þar en hafði allavega stað til að ná sér aðeins. Hann var heima hjá mér í tvo daga bara grátandi en var samt gífurlega þakklátur að fá einhvern stað til að anda, því eina sem beið hans eftir þetta áfall var að bíða á götunni eftir að komast aftur inn á gistiskýlið þar sem fólk er í virkri neyslu og enginn til að tala við.“

Brotið hér að ofan er hluti af viðtali við Gunnar Inga, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTubeTikTok eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Hide picture