fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Stórstjarnan Shakira á yfir höfði sér átta ára fangelsi

Fókus
Föstudaginn 17. nóvember 2023 18:30

Shakira - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag hefjast í Barcelona-borg á Spáni réttarhöld yfir kólumbísku stórstjörnunni Shakiru vegna skattalagabrota.

Söngkonan á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm, og tveimur mánuðum betur, fyrir brot sín en henni er gert að sök að hafa svikist um að greiða rúmlega 2,3 milljarða króna í skatt til spænskra yfirvalda. Auk fangelsisvistarinnar gæti Shakira verið dæmd til að greiða um 3,7 milljarða króna í sekt vegna brota sinna.

Poppstjarnan hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna málsins og hefur hafnað öllum tilboðum um að setjast að samningaborðinu við spænsk skattayfirvöld vegna málsins.

Málið snýr aðallega að búsetu söngkonunnar árin 2012 og 2014. Yfirvöld telja að söngkonan hafi verið búsett á Spáni meira en helming ársins á þessum árum og þar með væri söngkonan skattskyld þar. Shakira segist hins vegar hafa verið búsett á Bahamas-eyjum sem er þekkt skattaskjól auðkýfinga.

Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tæpan mánuð og mun mikill fjöldi þekktra einstaklinga stíga í vitnastúku vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!