fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Harry og Meghan sögð hræsnarar eftir afmælissímtal til Bretakonungs

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 15:30

Harry og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónakornin Harry fyrrum Bretaprins og Meghan Markle sæta harðri gagnrýni eftir að afmælissímtal Harry til föður hans, Karls Bretakonungs á 75 ára afmæli hans, lak til fjölmiðla.

Símtalið er talið hafa bætt samskipti þeirra feðga, en starfsfólki konungshallarinnar er ekki skemmt samkvæmt heimildarmönnum Page Six eftir að upplýsingar um símtalið láku til breska Daily Telegraph, en þar kom fram að Markle tók þátt í símtalinu. Einnig var greint frá því að börn Harry og Markle, Archie, fjögurra ára og Lilibet, tveggja ára, sendu afa sínum myndbandsskilaboð af þeim syngjandi „Til hamingju með afmælið.“

Heimildarmaður innan konungshallarinnar sagði hertogahjónin af Sussex „algjöra hræsnara“ fyrir að greina frá símtalinu. „Harry og Meghan berjast fyrir friðhelgi einkalífs þegar þeim hentar, en um leið og Harry hringir í konunginn, þá er það í fjölmiðlum.“

Heimildamaður tengdur hjónunum sagði þau ekkert hafa með lekann að gera, en símtalið er fyrsta símtal feðganna á því hálfa ári sem liðið er frá því endurminningabók Harry, Spare, kom út, en í henni er hann meðal annars gagnrýninn á stjúpmóður sína, Camillu drottningu.

„Auðvitað vill Harry eiga betra samband við Charles. Hann er faðir hans eftir allt saman,“ segir heimildarmaðurinn, en til stendur að feðgarnir eigi annað símtal í næstu viku. 

Meghan og Harry

Feðgarnir hittust síðan við krýningu Karls í maí og voru síðast myndaðir saman fyrir meira en ári síðan við jarðarför Elísabetar drottningar. Endgame bók Omid Scobie sem kemur út 28. nóvember gæti þó haft áhrif á jákvæðari samskipti feðganna. Í útdrætti sem birtur var í People nýlega kom fram að Harry hefði ekki verið meðvitaður um heilsubrest ömmu sinnar, Elísabetar drottningar, klukkustundum áður en hún lést í september 2022 og að konungsfjölskyldan væri að undirbúa sig fyrir andlát hennar. Harry hefði þurft að verða sér sjálfur út um flut til Skotlands til að kveðja ömmu sína, meðan aðrir meðlimir fjölskyldunnar flugu þangað með einkaþotum. Page Six greindi frá því á sínum tíma að hann hefði lesið um andlát ömmu sinnar á fréttamiðli þegar hann lenti í Skotlandi.

Í bókinni segist Scobie telja að samband bræðranna Harry og William muni aldrei verða náið aftur, William telji bróður sinn hafa hlaupið frá skyldum sínum og segir Scobie ekkert hafa breyst í þeirra samskiptum frá því að bók Harry kom út þar sem hann fjallar um erfið samskipti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Í gær

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna nær óþekkjanleg eftir nefaðgerð og brjóstastækkun

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna nær óþekkjanleg eftir nefaðgerð og brjóstastækkun
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok