fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Segir börnin ekki kippa sér upp við opið samband þeirra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2023 20:29

Þórhildur Magnúsdóttir er nýjasti gestur Fókuss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir og eiginmaður hennar hafa verið í opnu sambandi í rúmlega sex ár. Þau eiga tvö börn saman sem kippa sér ekkert upp við sambandsform foreldra sinna.

video
play-sharp-fill

Þórhildur, verkfræðingur, jógakennari og sambandsráðgjafi, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún heldur úti vinsælu síðunni Sundur og saman á Instagram og býður upp á námskeið fyrir einstaklinga og pör.

Hún kynntist eiginmanni sínum þegar hún var sautján ára árið 2007. Þau eiga tvo drengi saman, ellefu ára og sjö ára.

Þórhildur og eiginmaður hennar.

Þórhildur segir að drengirnir kippi sér ekkert upp við sambandsform foreldra sinna, þeim þyki þetta jafn eðlilegt og hvað annað og þeir skilji ekkert í athyglinni sem samband foreldra þeirra vekur.

„Fyrstu árin vorum við ekkert endilega að segja öllum frá þessu,“ segir Þórhildur.

Með tímanum áttaði hún sig á því að þetta væri komið til að vera og þá væri rétti tíminn til að segja börnunum.

„Mér fannst mikilvægast að vera í heiðarleika við mig og þegar ég var búin að finna það mjög skýrt að þetta gerir líf mitt betra, mér líður vel, mér líður meira eins og ég sjálf. Mér finnst þetta virðingarvert og heiðarlegt, þetta meikar sens fyrir mig. Þá fannst mér rangt að fela þetta fyrir börnunum mínum.“

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum ofar í greininni.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Um námskeið Þórhildar

Fylgstu með Þórhildi á Instagram og skoðaðu námskeiðin sem hún býður upp á hér. Einstaklingsnámskeiðið hennar Þitt er valið hjálpar öllum einstaklingum (óháð sambadsstöðu) sem vilja upplifa meiri hamingju í sambandi að rækta innri styrk og virðingu sem eru nauðsynleg til að skapa gott samband.

Á vefsíðunni hennar má einnig finna frítt örnámskeið í tjáningu fyrir þau okkar sem eiga stundum erfitt með að vita hvernig á að orða erfiða hluti við makann sinn og óttast að særa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu
Hide picture