fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Fókus

Valdís hannar Míuverðlaunin í ár

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 13:00

Valdís Ólafsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdís Ólafsdóttir keramiklistakona hannar verðlaunagrip Míuverðlaunanna í ár. Valdís lærði keramik í Myndlistaskóla Kópavogs og hefur unnið við listina síðan 2015 undir merkinu Dísa-Litlu hlutir lífsins. 

Míuverðlaunin verða veitt í þriðja sinn 14. september. „Míuverðlaunin eru til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera bara vinnan sín getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er.“

Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og var stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir kom svo inn í verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. 

Þórunn Eva G. Pálsdóttir

„Við Valdís hittumst á fundi í gær og eru drög að verðlaunagrip strax komin á teikniborðið. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu í máli og myndum næstu mánuðina. Svo spennt að afhjúpa verðlaunagripinn,“ segir Þórunn Eva. 

Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin 2021 og Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Domus Medica, hlaut þau 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu