fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Overtune og Play Air í samstarf

Fókus
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska sprotafyrirtækið Overtune og flugfélagið Play Air hófu samstarf á dögunum þar sem notendur forritsins geta unnið gjafabréf frá Play Air með því að taka þátt í tónlistarleik.

Overtune veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Appið inniheldur stórt safn af hljóðum eða Beat Packs sem að notendur geta raðað saman til að skapa sitt eigið lag. Notendur geta síðan bætt við eigin söng með allskyns effektum. Þegar tónlistarsköpuninni er lokið geta notendur bætt við myndbandi og deilt sköpun sinni með heiminum.

Leikreglur gjafaleiks Play Air eru einfaldar. Notendur Overtune keppast um að búa til tónlistarmyndband undir merkjum Play Air sem gerir þetta að fullkomnu tækifæri fyrir áhugafólk um tónlist sem vill sýna hæfileika sína og kynna sér nýja tækni. Mest skapandi tónlistarmyndbandið hlýtur flugmiða frá Play að andvirði 70 þúsund króna.

Til mikils er að vinna. Play Air bætti nýverið Toronto inn á leiðakerfi sitt, áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

Samstarfið sýnir skemmtilega leið fyrir vörumerki til að nálgast viðskiptavini sína með nýjum hætti og ánægjuleg lending fyrir alla þá sem hafa ástríðu fyrir tónlist en hafa kannski áður fundið fyrir skort á aðgengi- eða tónlistarþekkingu.

Dæmi um hluthafa Overtune má nefna Charles Huang, stofnanda vinsæla tölvuleiksins Guitar Hero, Gabriel Jagger, sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi.

Hægt er að sækja Overtune og taka þátt hér: https://apps.apple.com/app/id1594623802

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“