fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Sækir um nálgunarbann gegn æstum aðdáanda sem braust inn til foreldra hennar til að játa ást sína

Fókus
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan unga, Billie Eilish, hefur farið fram á nálgunarbann gegn 39 ára gömlum karlmanni sem er grunaður um að hafa brotist inn til foreldra hennar í Los Angeles.

Nálgunarbannið myndi einnig ná til bróður BillieFinneas O’Connel sem og til foreldra þeirra.

Umrætt atvik átti sér stað þann 4. janúar. Maðurinn, Christopher Anderson, braust inn til foreldra Billie, til að freista þess að fá að hitta þar söngkonuna og játa henni ást sína.

Faðir Billie greinir frá því að Christopher þessi hafi ítrekað reynt að nálgast heimili þeirra í desember. Hafi hann skilið eftir blóm og bréf til Billie þar sem hann játaði ást sína og sagðist ekki þrá neitt heitar heldur en að fá að hitta hana.

Billie hefur gefið út að þetta atvik hafi valdið henni mikilli vanlíðan og kvíða. Í yfirlýsingu sagði hún:

„Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem ókunnugur aðili hefur reynt að setja sig í samband við fjölskyldu mína og mig með því að sitja um fyrir okkur fyrir utan fjölskylduheimilið og koma með allt frá ástaryfirlýsingum yfir í hótanir um ofbeldi gegn mér. 

Hins vegar valda öll þessi skipti, þar með talið þetta, mér verulegum kvíða, ótta og uppnámi gagnvart mínu eigin öryggi sem og gagnvart öryggi föður míns, móður og bróður.“

Bætti hún við að hún teldi það ekki öruggt fyrir sig að fara á æskuheimilið af ótta við ágang eltihrella.

Christopher Anderson er sem stendur í haldi lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina