fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Sækir um nálgunarbann gegn æstum aðdáanda sem braust inn til foreldra hennar til að játa ást sína

Fókus
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan unga, Billie Eilish, hefur farið fram á nálgunarbann gegn 39 ára gömlum karlmanni sem er grunaður um að hafa brotist inn til foreldra hennar í Los Angeles.

Nálgunarbannið myndi einnig ná til bróður BillieFinneas O’Connel sem og til foreldra þeirra.

Umrætt atvik átti sér stað þann 4. janúar. Maðurinn, Christopher Anderson, braust inn til foreldra Billie, til að freista þess að fá að hitta þar söngkonuna og játa henni ást sína.

Faðir Billie greinir frá því að Christopher þessi hafi ítrekað reynt að nálgast heimili þeirra í desember. Hafi hann skilið eftir blóm og bréf til Billie þar sem hann játaði ást sína og sagðist ekki þrá neitt heitar heldur en að fá að hitta hana.

Billie hefur gefið út að þetta atvik hafi valdið henni mikilli vanlíðan og kvíða. Í yfirlýsingu sagði hún:

„Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem ókunnugur aðili hefur reynt að setja sig í samband við fjölskyldu mína og mig með því að sitja um fyrir okkur fyrir utan fjölskylduheimilið og koma með allt frá ástaryfirlýsingum yfir í hótanir um ofbeldi gegn mér. 

Hins vegar valda öll þessi skipti, þar með talið þetta, mér verulegum kvíða, ótta og uppnámi gagnvart mínu eigin öryggi sem og gagnvart öryggi föður míns, móður og bróður.“

Bætti hún við að hún teldi það ekki öruggt fyrir sig að fara á æskuheimilið af ótta við ágang eltihrella.

Christopher Anderson er sem stendur í haldi lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin